Yfirlýsing Liverpool félaganna

Mikið gekk á í leikslok á Goodison Park. Fjórir aðilar fengu rautt spjald. Það voru Abdoulaye Doucoure, leikmaður Everton. Curtis Jones leikmaður Liverpool svo og Arne Slot framkvæmdastjóri Liverpool auk Sipke Hulshoff nánasta aðstoðarmanns hans. Curtis og Abdoulaye fá eins leiks bann. Ekki hefur enn verið skorið úr málum Arne og Sipke varðandi refsingar.
Eftir leikinn var óboðlegum orðum beint að Abdoulaye Doucoure leikmanni Everton á samfélagsmiðlum. Liverpool félögin sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau fordæma kynþáttaníð á hvern þann hátt og hvar sem það birtist.
Í lok yfirlýsingarinnar stendur. ,,Kynþáttaníð og hatur á hvergi, ekki á samfélagsmiðlum, á leikvöngunum okkar eða í samfélögum okkar, að líðast."
-
| Sf. Gutt
Kveðja Trent til Diogo -
| Sf. Gutt
Varð bara að skalla boltann! -
| Sf. Gutt
Sannfærandi sigur! -
| Sf. Gutt
Mun alltaf elska Liverpool! -
| Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi? -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Verðum að leggja harðar að okkur! -
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Curtis með met!

