Mikil tilhlökkun í Plymouth
Liverpool mætir Plymouth Argyle í FA bikarnum í dag. Íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson er í liði Plymouth. Hann segir að mikil tilhlökkun ríki hjá leikmönnum liðsins að mæta besta liði í heimi eins og Guðlaugur sagði í viðtali við Vísi.
,,Við erum búnir að undirbúa okkur vel og auðvitað viljum við vinna en við þurfum að njóta þess líka að spila á móti besta liði í heimi. Ég held þetta sé meiri tilhlökkun en eitthvað annað. Menn eru að biðja um fleiri miða, fjölskylda og vinir eru öll að koma. Þetta er ótrúlega skemmtilegt.
Guðlaugur Victor Pálsson var á mála hjá Liverpool frá 2009 til 2011. Hann gerði samning við Liverpool í janúar 2009. Guðlaugur yfirgaf Liverpool í janúar 2011 og gekk til liðs við skoska liðið Hibernian. Hann hafði áður á þeirri leiktíð, 2010/11, verið í láni hjá Dagenham & Redbridge. Guðlaugur spilaði tvo æfingaleiki með aðalliði Liverpool sumarið 2010.
Plymouth er 12. liðið sem Guðlaugur hefur spilað fyrir á löngum ferli sínum. Hann spilaði með yngri flokkum Fjölnis og Fylkis áður en hann fór til AGF í Danmerku sumarið 2007. Hann hefur leikið 47 landsleiki fyrir Ísland og skorað tvö mörk. Guðlaugur verður 34 ára 30 apríl næstkomandi.
Hér er umfjöllunin um Guðlaug í heild sinni á Vísi.is.
Liverpool mætti Plymouth síðast á leiktíðinni 2016/17. Liðin mættust þá í 3. umferð FA bikarsins. Liðin skildu jöfn án marka á Anfield Road en Liverpool vann 0:1 í aukaleik. Lucas Leiva skoraði markið.
-
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Curtis kom Liverpool á toppinn! -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir!