| Sf. Gutt

Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld!

23:00. Búið er að loka fyrir félagaskipti að þessu sinni!

22:45. Kaide Gordon mun leika sem lánsmaður hjá Portsmouth til vors. Portsmouth leikur í næst efstu deild. Hann var eins og áður kom fram á þessari fréttavakt í láni hjá Norwich City fyrir áramót. 

22:30. Ungliðinn Dominic Corness var lánaður til Gillingham. Liðið er í fjórðu efstu deild. Á síðasta keppnistímabili var hann í láni hjá svissneska liðinu Yverdon Sport.

17:00. Nokkuð hefur verið fjallað um að miðjumaðurinn efnilegi Tyler Morton fari kannski frá Liverpool. Hermt er að hann vilji færa sig um set til að fá fleiri tækifæri en hann verður 23. ára seinna á árinu. Hann er búinn að spila 14 leiki fyrir aðallið Liverpool. Þar af fimm á þessari leiktíð. 

15:00. Enn eru vangaveltur um framtíð þeirra Mohamed Salah, Virgil van Dijk og Trent Alexander-Arnold. Eins og verið hefur er ekkert vitað um hvað framtíðin ber í skauti sér með þá. 

14:00. Eins og fram hefur komið söðlaði Stefan Bajcetic um. Hann var í láni hjá Red Bull Salzburg en er farinn til Las Palmas. Hann verður í láni þar út leiktíðina. 

12:00. Ipswich Town og Crystal Palace hafa sýnt Ben Doak áhuga. Hann er í láni hjá Middlesbrough og er búinn að spila mjög vel þar. Ipswich bauð 16 milljónir sterlingspunda í hann en því tilboði var hafnað. Ben er ekki til sölu.

13:00. Framhverjinn ungi Jayden Danns gæti líka farið í lán. Sunderland sem er í baráttu efstu liða í næst efstu deild hefur áhuga eftir því sem greinir frá í staðarblaði Sunderland. Jayden skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni fyrir Liverpool um daginn.

12:00. Kaide Gordon var í láni hjá Norwich City en var kallaður heim til Liverpool í byrjun árs. Hugsanlega verður hann lánaður. Portsmouth hefur verið nefnt til sögunnar í þeim efnum.

11:00. Rayan Cherki er leikmaður Lyon í Frakklandi. Hann hefur verið orðaður við nokkur félög og þá meðal annars Liverpool. Nú hefur verið tilkynnt að hann fari hvori eitt eða neitt. 

10:00. Ungu mennirnir sem fóru eru þeir Marcelo Pitalugakom sem fór til Fluminense og Tom Hill en hann gekk til liðs við Harrogate Town. 

7:00.  Liverpool hefur ekki keypt neinn leikmann það sem af er ársins. Tveir ungir leikmenn hafa yfirgefið félagið og aðeins hafa verið gerðar breytingar með nokkra lánsmenn.

Lokað verður fyrir félagaskipti klukkan 11 núna í kvöld. Ekki er reiknað með að Liverpool kaupi menn eða selji. Arne Slot sagði á blaðamannafundi á dögunum að stefnt væri á að styrkja leikmannahópinn í sumar. 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan