Farinn heim
Fyrsti leikmaður Liverpool sem yfirgefur félagið á þessu félaskiptatímabili er sannarlega farinn heim. Hann var í rúm fjögur ár hjá Liverpool. Um er að ræða brasilíska markmanninn Marcelo Pitaluga.
Hann kom til Liverpool í október 2020. Hann lék aldrei með aðalliði Liverpool en var sjö sinnum á varamannabekknum. Hann var þrisvar sinnum sendur í lán. Fyrst til Macclesfield á leiktíðinni 2022/23. Í fyrra var hann tvisvar lánaður. Fyrst til írska liðsins St Patricks Athletic og svo til Livingston í Skotlandi.
Marcelo kom til Liverpool í október 2020 frá brasilíska liðinu Fluminense en þar hóf hann feril sinn. Liverpool borgaði 1,8 milljónir sterlingspunda fyrir hann. Á þrettándanum var tilkynnt að Marcelo hefði gegnið til liðs við Fluminense á nýjan leik. Það er því óhætt að segja að hann sé kominn heim aftur.
Liverpool klúbburinn á Íslandi þakkar Marcelo Pitaluga fyrir framlag sitt til félagsins.
-
| Sf. Gutt
Nýr varafyrirliði -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool -
| Sf. Gutt
Sagan endalausa! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki