Af kvennaliðinu
Kvennalið Liverpool hefur verið í jólafríi frá því í desember. Liðinu hefur ekki vegnað jafn vel og vonir stóðu til áður en keppnistímabilið hófst.
Búið var að fara yfir leiki Liverpool út október og hér er þráðurinn tekinn upp í byrjun nóvember. Liverpool vann fyrsta leikinn í mánuðinum með því að leggja Aston Villa að velli 1:2 á útivelli. Taylor Hinds skoraði bæði mörkin. Hún er á myndinni hér að ofan.
Næst var heimaleikur við Englandsmeistara Chelsea. Meistararnir unnu 0:3.
Næsti leikur olli líka vonbrigðum. Liverpool tapaði þá 1:0 fyrir Everton á Goodison Park.
Ekki lagaðist það í næstu umferð en það var síðasta umferð fyrir jólafrí. Liverpool tapaði þá á heimavelli 0:1 fyrir Arsenal.
Eftir þessa síðustu umferð fyrir jólafrí er Liverpool í áttunda sæti deildarinnar með níu stig eftir tíu leiki. Í deildinni eru 12 lið. Crystal Palace er neðst með fimm stig þannig að Liverpool er óþægilega nærri botninum og hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum. Chelsea er í efsta sæti með 28 stig.
Liverpool lauk keppni í Deildarbikarnum með tveimur síðustu leikjum sínum í riðlakeppninni. Í leik tvö vann Liverpool stórsigur 1:6 á útivelli gegn Newcastle sem er í næst efstu deild. Í leik þrjú vann Liverpool aftur góðan sigur nú 4:0 á heimavelli á móti Everton. Liverpool endaði í öðru sæti síns riðils með sex stig í þremur leikjum. Manchester United vann riðilinn og komst áfram í átta liða úrslit. Liverpool komst ekki áfram úr riðlinum.
Sigur Liverpool á Everton í Deildarbikarnum var fyrsti sigur liðsins á St Helens leikvanginum. Kvennaliðið hóf á spila á þessum velli ruðningsliðsins St Helens á þessu keppnistímabili. Enn hefur liðið ekki unnið deildarleik á þessum nýja heimavelli. Það verður vonandi breyting á því á þessu nýja ári.
Fyrsti leikur Liverpool á nýju ári verður við West Ham United í FA bikarnum. Leikurinn fer fram á heimavelli West Ham sunnudaginn 12. janúar.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!