Það styttist í sigur!
Það hlýtur að fara koma að því að Liverpool vinni sigur á Real Madrid. Liverpool hefur ekki tekist að leggja Real að velli í síðustu átta viðureignum liðanna.
Liverpool hefur mætt Read Madrid 11 sinnum í Evrópuleikjum. Allir hafa verið í keppni þeirra bestu. Liðin mættust fyrst vorið 1981 í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða í París. Liverpool vann 1:0 með marki Alan Kennedy.
Liðin mættust svo á leiktíðinni 2008/09. Liverpool vann 0:1 í Madríd og tók svo spænska liðið í kennslustund 4:0 á Anfield Road.
Síðan hafa liðin leitt saman hesta sína átta sinnum. Liverpool hefur ekki unnið einn einasta leik! Einu sinni hafa liðin skilið jöfn en Real hefur unnið sjö leiki og þar af tvo úrslitaleiki. Allir stuðningsmenn Liverpool muna úrslitaleikina í Kiev 2018 og í París 2022. Tvö sár töp og þá sérstaklega kannski í París þegar markmaður Real bjargaði liði sínu frá tapi með frábærum markvörslum.
En það hlýtur að fara að koma að því að Liverpool vinni Real Madrid. Það styttist í sigurinn!
-
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Hefði betur þagað! -
| Sf. Gutt
Minningarorð Jürgen Klopp -
| Sf. Gutt
Það var fyrir tíu árum! -
| Sf. Gutt
Hefur engar áhyggjur af Florian! -
| Sf. Gutt
Tveir fá frí frá landsleikjum -
| Sf. Gutt
Bobby saknar vinar í stað