Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Arne Slot komst á spjöld sögunnar á Englandi þegar Liverpool vann Bayer Leverkusen 4:0 í gærkvöldi. Hann varð fyrstur framkvæmdastjóra, frá 1992 til að leiða lið sitt til 14 sigra í sínum fyrstu 16 leikjum. Í þessari tölfræði eru taldir leikir í öllum keppnum. Miðað er við stofnun Úrvalsdeildarinnar.
Gamla metið var í eigu þeirra Jose Mourinho og Carlo Ancelotti. Met Jose var frá árinu 2004. Carlo setti sitt met árið 2009. Báðir voru framkvæmdastjórar Chelsea þegar þeir settu sín met.
Liverpool hefur unnið fyrstu fjóra leiki sína í Meistaradeildinni undir stjórn Arne. Hann hefur með því jafnað við Jürgen Klopp á keppnistímabilinu 2021/22. Liverpool vann reyndar fyrstu sjö leiki sína í keppninni á þeirri leiktíð!
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!