| Sf. Gutt

Af kvennaliðinu

Keppnistímabil kvennaliðsins er komið í gang. Liðinu hefur gengið misjafnlega í fyrstu leikjunum. Afraksturinn er einn sigur, þrjú jafntefli og tvö töp.

Liverpool byrjaði með 1:1 jafntefli við Leicester City á heimavelli. Sophie Roman Haug skoraði fyrsta mark leiktíðaarinner. Liverpool spilar núna á nýjum heimavelli. Um er að ræða heimavöll ruðningsliðsins St Helens er í nágrenni Liverpool. Alls komu 5.058 áhorfendur á leikinn. Í næsta leik varð aftur 1:1 jafntefli. Nú var það útileikur á móti West Ham United.

Fyrsti sigurinn kom á útivelli gegn Tottenham Hotspur. Liverpool vann 2:3. Sterkur sigur. Liverpool átti næst heimaleik og fór sá fram á Anfield Road. Liverpool spilar einstaka sinnum á Anfield. Liverpool komst yfir á móti Manchester City en mátti þola tap 1:2. Áhorfendur voru 17.484 sem þótti býsna gott. Síðasti leikur Liverpool endaði með þriðja 1:1 jafnteflinu. Leikurinn var á heimavelli á móti Crystal Palace.

Manchester City leiðir deildina með 13 stig eftir fimm leiki. Liverpool er um miðja deild með sex stig. 

Liverpool hefur leikið einn leik í Deildarbikarnum. Hann var á útivelli við Manchester United. Heimakonur unnu 2:0. Leikið er í riðlum í Deildarbikarnum. Fyrir utan Manchester United eru Everton og Newcastle United í riðlinum.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan