Nýtt félagsmet!
Liverpool setti nýtt félagsmet með sigrinum í Leipzig. Sigurinn þýddi að liðið hefur hingað til unnið alla sex útileiki sína á keppnistímabilinu. Það hefur ekki áður gerst í sögu Liverpool Football Club. Frækilegt afrek!
Fram að leiknum í Leipzig hafði Liverpool unnið útisigra á Ipswich Town, Manchester United, AC Milan, Wolverhampton Wanderes og Crystal Palace. Mark Darwin Núnez tryggði svo metsigurinn á Red Bull Leipzig. Sex útisigrar í röð og nýtt félagsmet!
Sigurinn í Þýskalandi þýddi líka að Liverpool hefur unnið 11 af fyrstu 12 leikjum sínum í öllum keppnum á keppnistímabilinu. Liverpool hefur aldrei áður byrjað jafn vel á einu keppnistímabili í sögu sinni sem nær aftur til ársins 1892.
Sannarlega glæsileg byrjun á valdatíð Arne Slot. Vonandi verður framhald á góðu gengi Rauða hersins.
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu