Fjórir sigrar í röð í Mílanó!
Liverpool hefur sannarlega gengið vel á San Siro leikvanginum í Mílanó. Liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð á þessum sögufræga velli.
Liverpool spilaði fyrst á San Siro á leiktíðinni 1964/65. Þá mætti liðið Inter Milan og tapaði 3:0 í sögufrægum leik. Bill Shankly, framkvæmdastjóri Liverpool sagði eftir leik að dómarinn hefði séð um að Inter náði að vinna. Liverpool féll með þessum úrslitum úr leik í Evrópukeppni meistaraliða í undanúrslitum. Liðið hafði unnið fyrri leikinn á Anfield Road 3:1.
Næst lék Liverpool á San Siro 2007/08. Liverpool vann þá Inter 0:1 með marki Fernando Torres.
Á leiktíðinni 2021/22 fór Liverpool enn á San Siro og hafði 1:2 sigur á AC Milan. Mohamed Salah og Divock Origi skoruðu. Þessi leikur var í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Aftur á sömu sparktíð átti Liverpool aftur erindi til Mílanó. Liverpool mætti þá Inter í útsláttarkeppninni. Liverpool vann 0:2 með mörkum Roberto Firmino og Mohamed Salah. Inter vann seinni leikinn 0:1 á Englandi en Liverpool komst áfram. Frækilegt afrek að vinna bæði Mílanó liðin á útivelli á sömu leiktíð.
Nú á þriðjudagskvöldið kom fjórði sigur Liverpool í Mílanó í röð. Það eru ekki mörg lið sem geta státað af fjórum sigrum í röð á San Siro!
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Finn fyrir ást fólksins í borginni! -
| Heimir Eyvindarson
Hvað er framundan? -
| Sf. Gutt
Næsta víst að Trent er á förum! -
| Sf. Gutt
Ógleymanlegt! -
| Sf. Gutt
Sex fyrirliðar í röðum Liverpool! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Goðsagnaleikur í uppsiglingu -
| Sf. Gutt
Undanúrslitasagan