Ótrúlegur munur!
Liverpool kom sér sannarlega aftur í gang eftir heimatapið fyrir Nottingham Forest, um síðustu helgi, með því að vinna AC Milan á útivelli. Arne Slot sagði það ótrúlegt að Liverpool skyldi hafa tapað fyrir Forest fyrst liðið gat spilað svona vel í Mílanó.
,,Við fengum kjaftshögg á laugardaginn. Svo lentum við eitt núll undir snemma og maður velti því fyrir sér hvernig við myndum bregðast við. Ég segi ekki að það hafi verið til skammar að tapa á heimavelli fyrir Forest. En mér finnst ótrúlegt að við skyldum tapa þeim leik eftir að hafa spilað svona vel í dag."
Tveir síðustu leikir Liverpool hafa verið eins og svart og hvítt. Liðið var andlaust og kraftlítið á móti Nottingham Forest. Aftur á móti spilaði það stórvel á San Siro gegn AC Milan og vann sannfærandi sigur. Vonandi verður framhald á í næstu leikjum!
-
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Vitezslav Jaros lánaður -
| Sf. Gutt
Leikjadagskráin birt -
| Sf. Gutt
Ungliðar á braut -
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent