Enn vinnur Brendan titla
Brendan Rodgers sneri aftur til baka til Celtic í fyrrasumar. Hann stýrði Celtic til tveggja titla á leiktíðinni sem leið. Hann hefur þar með unnið níu titla með Celtic.
Brendan yfirgaf Celtic í febrúar 2019 eftir að hafa stýrt liðinu frá því í maí 2016. Hann tók þá við stjórn Leicester City. Hann vann FA bikarinn með Leicester 2020/21 og Samfélagsskjöldinn 2021. Honum var vikið úr starfi hjá Leicester vorið 2022 en Refirnir féllu í lok leiktíðar.
Sem fyrr segir tók Brendan fyrst við Celtic 2016. Hann vann Þrennu, deild, bikar og Deildarbikar, á fyrstu tveimur keppnistímabilum sínum. Hann var búinn að vinna Deildarbikarinn á leiktíðinni 2018/19 áður en hann fór í burtu. Suðningsmenn Celtic voru ekki ánægðir með brotthvarf hans enda fór hann til að taka við starfi hjá liði á Englandi.
Á síðasta keppnistímabili vann Celtic Tvennu, deild og bikar, þannig að Brendan hélt áfram að vinna titla með liðinu. Hann var stuðningsmaður Celtic sem strákur þegar hann var að alast upp á Norður Írlandi.
Brendan er sannarlega búinn að standa sig vel sem framkvæmdastjóri hjá Celtic og Leicester. Refirnir unnu til að mynda FA bikarinn í fyrsta sinn í sögu félagsins undir stjórn Norður Írans. Alls eru titlar hans 11 talsins á framkvæmdastjóraferlinum hingað til.
Brendan stjórnaði Reading, Watford og Swansea City, sem hann kom upp í efstu deild í fyrsta skipti í langan tíma, áður en hann tók við Liverpool sumarið 2012. Haustið 2015 missti hann starf sitt hjá Liverpool.
Vissulega vann Brendan Rodgers enga titla hjá Liverpool. En hann vann gott starf og leifturárás Liverpool að enska meistaratitlinum á leiktíðinni 2013/14 gleymist seint.
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður