| Sf. Gutt
Búið er að tímasetja deildarleiki Liverpool frá byrjun leiktíðar og fram í október. Flestir leikir liðsins hafa fengið nýja tímasetningu.
Fyrsti leikur Liverpool í deildinni verður á Portman Road gegn Ipswich Town sem eru nýliðar í deildinni. Leikurinn hefst klukkan hálf tólf laugardaginn 17. ágúst.
Sunnudaginn 25. ágúst spilar Liverpool í fyrsta sinn á Anfield Road á leiktíðinni. Brentford verða gestir dagsins. Leikurinn byrjar klukkan hálf fjögur.
Leikur Liverpool og Manchester United hefur verið færður til sunnudagsins 1. september. Leikurinn hefst klukkan þrjú.
Liverpool mætir Woverhampton Wanderes laugardaginn 28. september. Flautað verður til leiks klukkan hálf fimm.
Laugardaginn 5. október spilar Liverpool við Crystal Palace í London. Leikar hefjast klukkan hálf ellefu.
Liverpool mætir Chelsea á Anfield 19. október. Flautað verður til leiks klukkan hálf fimm.
Sunnudaginn 27. október leiða Liverpool og Arsenal saman hesta sína í London. Aftur verður leikið klukkan hálf fimm.
Þeir leikir sem ekki hafa verið nefndir hér eru á hefðbundnum leiktíma. Sem sagt klukkan tvö á laugardögum.
TIL BAKA
Leikjatilfærslur

Búið er að tímasetja deildarleiki Liverpool frá byrjun leiktíðar og fram í október. Flestir leikir liðsins hafa fengið nýja tímasetningu.

Fyrsti leikur Liverpool í deildinni verður á Portman Road gegn Ipswich Town sem eru nýliðar í deildinni. Leikurinn hefst klukkan hálf tólf laugardaginn 17. ágúst.

Sunnudaginn 25. ágúst spilar Liverpool í fyrsta sinn á Anfield Road á leiktíðinni. Brentford verða gestir dagsins. Leikurinn byrjar klukkan hálf fjögur.
Leikur Liverpool og Manchester United hefur verið færður til sunnudagsins 1. september. Leikurinn hefst klukkan þrjú.
Liverpool mætir Woverhampton Wanderes laugardaginn 28. september. Flautað verður til leiks klukkan hálf fimm.
Laugardaginn 5. október spilar Liverpool við Crystal Palace í London. Leikar hefjast klukkan hálf ellefu.

Liverpool mætir Chelsea á Anfield 19. október. Flautað verður til leiks klukkan hálf fimm.
Sunnudaginn 27. október leiða Liverpool og Arsenal saman hesta sína í London. Aftur verður leikið klukkan hálf fimm.
Þeir leikir sem ekki hafa verið nefndir hér eru á hefðbundnum leiktíma. Sem sagt klukkan tvö á laugardögum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Hefði betur þagað! -
| Sf. Gutt
Minningarorð Jürgen Klopp -
| Sf. Gutt
Það var fyrir tíu árum! -
| Sf. Gutt
Hefur engar áhyggjur af Florian!
Fréttageymslan