| Sf. Gutt
Ben Doak er orðinn heill heilsu eftir erfið meiðsli. Hann tók þátt í æfingaleiknum við Preston á dögunum og það veitti honum mikla ánægju. Hann skrifaði á Instagram síðu sína að það væri gleðilegt að vera kominn aftur út á grasið eftir sjö mánaða meiðsli.
Skotinn ungi hefur síðustu árin verið talinn einn efnilegasti leikmaður Liverpool en meiðsli hafa gert honum erfitt fyrir. Hann er nú vonandi kominn í gegnum það versta í þeim efnum.
Þess má geta að hann var valinn í forvalshóp Skota fyrir Evrópukeppni landsliða. Hann dró sig út úr hópnum vegna meiðsla. Trúlega hefur hann viljað fara að öllu með gát eftir svona löng meiðsli.
Ben kom til Liverpool frá Celtic 2022. Hann er búinn að spila fyrir yngri landslið Skotlands.
TIL BAKA
Ben Doak orðinn heill heilsu
Ben Doak er orðinn heill heilsu eftir erfið meiðsli. Hann tók þátt í æfingaleiknum við Preston á dögunum og það veitti honum mikla ánægju. Hann skrifaði á Instagram síðu sína að það væri gleðilegt að vera kominn aftur út á grasið eftir sjö mánaða meiðsli.
Skotinn ungi hefur síðustu árin verið talinn einn efnilegasti leikmaður Liverpool en meiðsli hafa gert honum erfitt fyrir. Hann er nú vonandi kominn í gegnum það versta í þeim efnum.
Þess má geta að hann var valinn í forvalshóp Skota fyrir Evrópukeppni landsliða. Hann dró sig út úr hópnum vegna meiðsla. Trúlega hefur hann viljað fara að öllu með gát eftir svona löng meiðsli.
Ben kom til Liverpool frá Celtic 2022. Hann er búinn að spila fyrir yngri landslið Skotlands.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur
Fréttageymslan