| Sf. Gutt
Nú liggur fyrir hvaða þjóðir leika til undanúrslita í Evrópukeppni landsliða. Átta liða úrslitum lauk í kvöld með leik Hollands og Tyrklands. Tyrkir komust yfir en Hollendingar sneru leiknum sér í vil og unnu 2:1. Virgil van Dijk og Cody Gakpo voru í byrjunarliði Hollands. Ryan Gravenberch kom ekki inn á.
Fyrri leikur dagsins var á milli Englands og Sviss. Leiknum lauk 1:1 eftir framlengingu. England vann svo 5:3 í vítaspyrnukeppni. Trent Alexander-Arnold kom inn sem varamaður þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingunni. Hann tryggði áframhald Englands með því að skora úr síðustu vítaspyrnu enskra. Joe Gomez var varamaður.
England og Holland mætast í undanúrslitum 10. júlí. Leikurinn verður í Dortmund.
Í gær féllu gestgjafarnir úr leik þegar Spánn vann Þýskaland 2:1 eftir framlengingu. Sigurmark Spánar kom þegar mínúta var eftir af framlengingunni.
Frakkar komust áfram úr rimmu sinni við Portúgal. Ekkert hafði verið skorað eftir framlengingu. Frakkar höfðu betur 5:3 í vítaspyrnukeppni.
Spánn og Frakkland mætast 9. júlí. Spilað verður í Munchen.
TIL BAKA
Af EM

Nú liggur fyrir hvaða þjóðir leika til undanúrslita í Evrópukeppni landsliða. Átta liða úrslitum lauk í kvöld með leik Hollands og Tyrklands. Tyrkir komust yfir en Hollendingar sneru leiknum sér í vil og unnu 2:1. Virgil van Dijk og Cody Gakpo voru í byrjunarliði Hollands. Ryan Gravenberch kom ekki inn á.
Fyrri leikur dagsins var á milli Englands og Sviss. Leiknum lauk 1:1 eftir framlengingu. England vann svo 5:3 í vítaspyrnukeppni. Trent Alexander-Arnold kom inn sem varamaður þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingunni. Hann tryggði áframhald Englands með því að skora úr síðustu vítaspyrnu enskra. Joe Gomez var varamaður.
England og Holland mætast í undanúrslitum 10. júlí. Leikurinn verður í Dortmund.
Í gær féllu gestgjafarnir úr leik þegar Spánn vann Þýskaland 2:1 eftir framlengingu. Sigurmark Spánar kom þegar mínúta var eftir af framlengingunni.
Frakkar komust áfram úr rimmu sinni við Portúgal. Ekkert hafði verið skorað eftir framlengingu. Frakkar höfðu betur 5:3 í vítaspyrnukeppni.
Spánn og Frakkland mætast 9. júlí. Spilað verður í Munchen.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Vitezslav Jaros lánaður -
| Sf. Gutt
Leikjadagskráin birt -
| Sf. Gutt
Ungliðar á braut -
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent
Fréttageymslan