| HI
Fulltrúar Liverpool í Evrópumótinu stóðu í ströngu í annarri umferð mótsins sem lauk um helgina.
Virgil van Dijk leiddi lið Hollendinga sem fyrirliði í markalausu jafntefli þeirra gegn Frökkum. Cody Gakpo lék líka allan leikinn með Hollendingum. Ryan Gravenberch sat á bekknum allan tímann, sem og Ibrahima Konate hjá Frökkum.
Dominik Szoboszlai var einnig fyrirliði Ungverja í 2-0 tapi þeirra gegn Þjóðverjum. Hann var tvívegis nálægt því að jafna leikinn í stöðunni 1-0.
Og þriðji landsliðsfyrirliði Liverpool, Andy Robertson, leiddi lið Skota í 1-1 jafntefli þeirra við Sviss. Xerdan Shaqiri fyrrverandi leikmaður Liverpool skoraði mark Svisslendinga með glæsilegu skoti.
Trent Alexander-Arnold byrjaði öðru sinni á miðjunni hjá Englendingum í 1-1 jafntefli þeirra gegn Dönum. Trent var skipt útaf eftir 54 mínútur. Joe Gomez kom ekkert við sögu.
Diogo Jota var ónotaður varamaður þegar Portúgal tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum með 3-0 sigri á Tyrkjum. Það sama á við um Vitezslav Jaros, markvörðinn sem er á láni hjá Sturm Graz í Austurríki - hann var á bekknum í jafntefli Tékka á móti Georgíu.
Við gerum þriðju umferðina upp að henni lokinni.
TIL BAKA
Meira af EM

Virgil van Dijk leiddi lið Hollendinga sem fyrirliði í markalausu jafntefli þeirra gegn Frökkum. Cody Gakpo lék líka allan leikinn með Hollendingum. Ryan Gravenberch sat á bekknum allan tímann, sem og Ibrahima Konate hjá Frökkum.
Dominik Szoboszlai var einnig fyrirliði Ungverja í 2-0 tapi þeirra gegn Þjóðverjum. Hann var tvívegis nálægt því að jafna leikinn í stöðunni 1-0.
Og þriðji landsliðsfyrirliði Liverpool, Andy Robertson, leiddi lið Skota í 1-1 jafntefli þeirra við Sviss. Xerdan Shaqiri fyrrverandi leikmaður Liverpool skoraði mark Svisslendinga með glæsilegu skoti.
Trent Alexander-Arnold byrjaði öðru sinni á miðjunni hjá Englendingum í 1-1 jafntefli þeirra gegn Dönum. Trent var skipt útaf eftir 54 mínútur. Joe Gomez kom ekkert við sögu.
Diogo Jota var ónotaður varamaður þegar Portúgal tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum með 3-0 sigri á Tyrkjum. Það sama á við um Vitezslav Jaros, markvörðinn sem er á láni hjá Sturm Graz í Austurríki - hann var á bekknum í jafntefli Tékka á móti Georgíu.
Við gerum þriðju umferðina upp að henni lokinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir!
Fréttageymslan