| Sf. Gutt

Gull og silfur!


Bikarkeppnir eru á enda um alla Evrópu. Einn fyrrum leikmaður Liverpool varð bikarmeistari með sínu nýja liði. Um er að ræða Alex Oxlade-Chamberlain varð bikarmeistari í Tyrklandi. Besiktas vann Trapzonspor 3:2 í úrslitaleik.


Þetta er fimmti bikarmeistaratitill Alex á ferlinum. Hann vann FA bikarinn þrívegis með Arsenal. Fyrst 2013/14 og svo 2014/15 og 2016/17.  Hann varð svo bikarmeistari með Liverpool 2021/22.


Ben Davies, sem var á mála hjá Liverpool, spilaði bikarúrslitaleikinn í Skotlandi með Rangers. Celtic vann bikarinn eftir 1:0 sigur. Ben kom við sögu á leið Rangers í sigri í skoska Deildarbikarnum. Hann spilaði ekki úrslitaleikinn þegar Rangers vann Aberdeen 1:0 en lék í fyrri umferðum.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan