Í minningu

Í dag eru 39 ár liðin frá því 39 áhorfendur létust á Heysel leikvanginum í Brussel í Belgíu. Harmleikurinn átti sér stað áður en Liverpool og Juventus mættust í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða 29. maí 1985. Ólæti urðu milli hópa stuðningsmanna Liverpool og Juventus á áhorfendastæðunum er þar hafði stuðningsmönnunum verið úthlutað stæðum hlið við hlið. Því miður hrundi veggur yfir á svæðið þar sem stuðningsmenn Juventus voru staðsettir með hörmulegum afleiðingum.
Ekki skal dregið úr hlut áhorfenda en líkt og á Hillsborough báru framkvæmdaaðilar leiksins mikla ábyrgð á hvernig fór. Leikvangurinn var orðinn gamall og lélegur og telja margir að leikurinn hefði aldrei átt að fara þar fram. Eins var algjörlega óskiljanlegt að stuðningsmönnum liðanna skyldi vera úthlutað sömu stúkunni með litlum og lélegum skilrúmum. Öryggisgæsla þótti líka ónæg. Rétt og skylt er að minnast þeirra sem létust og er það hér með gert.
Hvíl í friði.
-
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Vitezslav Jaros lánaður -
| Sf. Gutt
Leikjadagskráin birt -
| Sf. Gutt
Ungliðar á braut -
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent