| Sf. Gutt

Arne Slot verður næsti framkvæmdastjóri Liverpool!


Í dag var tilkynnt á heimasíðu Liverpool Football Club að Arne Slot verði næsti framkvæmdastjóri Liverpool. Hann tekur við starfinu 1. júní.  

,,Liverpool Football Club tilkynnir hér með að Arne Slot hefur samþykkt að verða nýr aðalþjófari félagsins. Hann tekur formlega við störfum 1. júní 2024 að því gefnu að atvinnuleyfi verði komið í höfn. Hann er 45 ára og kemur til þeirra Rauðu frá Feyenoord, sem leikur í Eredivisie, áður en keppnistímabilið 2024/25 hefst. Slot tekur við af Jürgen Klopp í kjölfar ákvörðunar hans að láta af störfum þegar yfirstandandi keppnistímabili lýkur."

,,Hollendurinn hefur stjórnað Feyenoord með stórgóðum árangri síðustu þrjár leiktíðirnar. Liðið varð hollenskur meistari 2023 og hann var í tvígang kjörinn Framkvæmdastjóri ársins í Eredivisie. Nú síðast í apríl stýrði hann Rotterdam félaginu til sigurs í hollensku bikarkeppninni. Liðið vann NEC Nijmegen 1:0 í úrslitaleik. Áður en hann tók við Feyenoord var hann aðalþjálfari AZ Alkmaar. Þegar keppnistímabilinu 2019/20 var aflýst í Hollandi vegna COVID-19 var liðið í öðru sæti á markamun á eftir Ajax."

,,Á atvinnumannaferli sínum spilaði hann aðallega sem miðjumaður. Hann lék með FC Zwolle, NAC Breda, Sparta Rotterdam og PEC Zwolle. Hann lagði skóna á hilluna árið 2013."

,,Hann tekur nú fljótlega við sem yfirþjálfari Liverpool FC og verður fyrstur Hollendinga til að gegna þeirri stöðu hjá félaginu. Fyrsta undirbúningstimabil hans hefst í júlí."

Þetta var formleg yfirlýsing Liverpool Football Club um að Arne Slot verði næsti framkvæmdastjóri félagsins. Reyndar er hann nefndur yfirþjálfari í yfirlýsingunni.

YNWA

Liverpool klúbburinn á Íslandi býður Arne Slot velkominn til starfa hjá Liverpool og óskar honum góðs gengis!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan