| Sf. Gutt

Síðasti blaðamannafundur Jürgen Klopp


Síðasti blaðamannafundur Jürgen Klopp var haldinn á AXA æfingasvæði Liverpool núna í morgun. Margt bar á góma. Hér er farið yfir nokkur atriði sem fram komu á fundinum.

Horft um öxl

Ég er fullkomlega sáttur. Ég veit að við hefðum getað unnið meira en það verður engu um það breytt hér eftir. Þess vegna er ég alveg sáttur. Við hefðum alveg líka getað unnið minna en við gerðum. Það er ekki skemmtileg reynsla að missa af meistaratitlinum með einu stigi. En það er samt ákveðinn reynsla og í raun sýnir hún að við vorum virkilega góðir. En auðvitað fer það ekki í sögubækurnar. Það er ekki svo og það sama má segja um allt sem ekki alveg tókst að vinna. Ég geri mér grein fyrir því. Svona er lífið. En þegar allt er í gangi þá lítur maður það ekki með þeim augum. En ég veit hvernig þetta var. Ég hefði ekki getað gert neitt öðruvísi í þeim aðstæðum sem voru uppi.

Ég hef áður sagt að ég myndi ekki vera ánægður ef ég teldi að ég hefði getað gert meira.
Ég lagði allt í sölurnar. Ég hefði ekki getað gert meira. Hefði ég getað gert betur? Ég? Nei. Hefði einhver annar getað gert betur? Það er vel hugsanlegt. En ég gat ekki gert betur í þeim aðstæðum sem ég var í hverju sinni. Þess vegna er ég sáttur en fólkið mun kveða upp sinn dóm. Ég er nokkuð viss um að meirihluti fólksins er sátt við það sem við náðum að gera. Sumu fólki finnst sjálfsagt að meira hefði verið hægt að gera. Bæði sjónarmið eiga fullkomlega rétt á sér. 

Um tengslin við félagið

Við erum fulltrúar fólksins okkar. Við verðum að uppfylla drauma þess. Það er engin trygging fyrir því að það takist en við verðum alltaf að reyna. Við berjumst af öllum kröftum því fólkið berst af öllum kröftum. Ég hef alltaf skilið þetta svona og þess vegna börðumst við af öllum kröftum. Það er líka ástæðan fyrir því að fólkið naut þessa tíma. En ég átti aldrei von á því að þetta yrði svona því maður veit aldrei hvernig fólk bregst við. En hérna féllu hugmyndir mínar og fólksins fullkomlega saman og því tókst býsna vel til.


Að kveðja

Það er aldrei gaman að kveðja. En ef maður kveður án þess að vera sorgmæddur eða sár þýddi að samveran hefði ekki verið á réttum forsemdum eða þá ekki ánægjuleg. Við áttum frábæran tíma saman og þess vegna verður erfitt að kveðja. Það lá alltaf fyrir.

Síðasti leikurinn

Það myndi ekki nokkur maður trúa því ef ég stæði þarna og myndi láta sem svo að þetta væri bara einhver venjulegur leikur. Þetta verður erfitt og það það er mismunandi ástæður fyrir því. Ég vona batra að liðið nái að spila virkilega vel úti á vellinum. Ég held að allir verðskuldi að við spilum vel. Það er alltaf auðveldara að gleðjast  eftir á ef maður er nýbúinn að sjá góðan leik. Það e ekkert gefið í því efni en ég legg mig allan fram.

Fleira var sagt á fundinum. En það sem er hér að ofan segir sína sögu!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan