| Sf. Gutt
Það bárust góðar meiðslafréttir úr herbúðum Liverpool í dag. Fjórir leikmenn sem hafa verið mislengi frá gátu hafið æfingar. Vonandi verða þeir sem fyrst leikfærir og tilbúnir í slaginn.
Um er að ræða þá Alisson Becker, Trent Alexander-Arnold, Diogo Jota og Stefan Bajcetic. Þrír þeir sem fyrstir eru nefndir eru búnir að vera meiddir síðustu vikurnar og það hefur munað um þá þó liðinu hafi gengið mjög vel.
Stefan er á hinn bóginn búinn að vera meiddur í um það bil eitt ár. Hann hefur þó komið við sögu í tveimur leikjum á leiktíðinni en það var í haust. Hann lofaði sérlega góðu á síðasta keppnistímabili þegar hann spilaði 19 leiki.
Nú er að vona að bati þeirra félaga hafi verið góður og engin bakslög verði nú þegar þeir koma aftur til leiks. Það munar um alla á lokasprettinum!
TIL BAKA
Góðar meiðslafréttir!

Það bárust góðar meiðslafréttir úr herbúðum Liverpool í dag. Fjórir leikmenn sem hafa verið mislengi frá gátu hafið æfingar. Vonandi verða þeir sem fyrst leikfærir og tilbúnir í slaginn.
Um er að ræða þá Alisson Becker, Trent Alexander-Arnold, Diogo Jota og Stefan Bajcetic. Þrír þeir sem fyrstir eru nefndir eru búnir að vera meiddir síðustu vikurnar og það hefur munað um þá þó liðinu hafi gengið mjög vel.

Stefan er á hinn bóginn búinn að vera meiddur í um það bil eitt ár. Hann hefur þó komið við sögu í tveimur leikjum á leiktíðinni en það var í haust. Hann lofaði sérlega góðu á síðasta keppnistímabili þegar hann spilaði 19 leiki.
Nú er að vona að bati þeirra félaga hafi verið góður og engin bakslög verði nú þegar þeir koma aftur til leiks. Það munar um alla á lokasprettinum!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður -
| Sf. Gutt
Til hamingju!
Fréttageymslan