| Sf. Gutt

Landsleikjafréttir


Landsleikjahrotan er nú að baki. Leikmenn Liverpool snúa nú heim á leið. Þrír skoruðu. Einn varð fyrir meiðslum. Einn komst ekki á Evrópumótið. 

Grikkland komst ekki á Evrópumótið í Þýskalandi. Kostas Tsimikas spilaði með Grikkjum sem gerðu 0:0 jafntefli við Georgíu í umspilsleik. Georgía komst áfram á sitt fyrsta stórmót með því að vinna í vítakeppni. 

Wales komst heldur ekki til Þýskalands. Liðið tapaði í vítakeppni á móti Póllandi. Harry Wilson og Neco Williams, fyrrum leikmenn Liverpool, skoruðu úr sínum spyrnum. Danny Ward var í markinu. 

Kyle Kelly lék í annað sinn með landsliði Sankti Kristófer og Nevis. Liðið gerði markalaust jaftefli við San Marínó. Leikurinn fór fram á sunnudaginn sem leið. Þetta var vináttuleikur.  


Joe Gomez kom inn sem varamaður þegar Englandi gerði 2:2 jafntefli við Belgíu á Wembley. Þetta var æfingaleikur sem fór fram í gærkvöldi eins og næstu leikir

Virgil van Dijk og Cody Gakpo komu við sögu hjá Hollandi þegar liðið mætti Þjóðverjum í í Þýskalandi. Þjóðverjar unnu 2:1.

Kólumbía vann Rúmeníu 3:2. Luis Díaz lagði upp eitt markanna. Hann spilaði fram í síðari hálfleik. 

Dominik Szoboszlai skoraði í 2:0 sigri Ungverja á Kósóvó. 

Ibrahima Konaté spilaði ekki síðustu leiki Liverpool fyrir landsleikina. Hann tók heldur ekki þátt í fyrri landsleik Frakka. En hann spilaði þann seinni frá upphafi til enda. Hann er því búinn að ná sér af því sem var að angra hann. Frakkar unnu Síle 3:2.


Andrew Robertson og Conor Bradley voru í liðum Skota og Norður Íra sem mættust í Glasgow. Leikurinn var misjafn fyrir þá félaga. Andrew fór af velli vegna meiðsla en Conor skoraði eina mark leiksins. Þetta var fyrsta landsliðsmark hans. 

Alexis Mac Allister skoraði annað mark heimsmeistara Argentínu fyrr í dag. Meistararnir unnu Kosta Ríka 3:1.

Harvey Elliott lagði upp tvö mörk fyrir undir 21. árs lið Englands sem burstaði Luxemborg 7:0. Jarell Quansah spilaði líka allan leikinn.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan