| Sf. Gutt

Niðurtalning - 3. kapítuli


Það styttist! Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Liverpool og Chelsea hafa leitt saman hesta sína í Deildarbikarnum. Þetta verður í níunda sinn sem liðin lenda saman í keppninni! 

+ 1977/78. Liverpool:Chelsea. 2:0. Kenny Dalglish og Jimmy Case.

+ 2000/01. Liverpool:Chelsea. 2:1. Eftir framlengingu. Danny Murphy og Robbie Fowler. Liverpool vann keppnina!


+ 2004/05. Liverpool:Chelsea. 3:2. Eftir framlengingu. Úrslitaleikur keppninnar. John Arne Riise kom Liverpool yfir eftir 46 sekúndur. Sjálfsmark Steven Gerrard jafnaði leikinn þegar langt var liðið á leik. Chelsea komst í 3:1 í framlengingunni með mörkum Didier Drogba og Mateja Kezman. Antonio Nunez lagaði stöðuna en Chelsea hélt út og vann 3:2.


+ 2007/08. Chelsea:Liverpool. 2:0.



+ 2011/12. Chelsea:Liverpool. 0:2. Maxi Rodriguez og Martin Kelly. Liverpool vann keppnina!


+ 2014/15. Liverpool:Chelsea. 1:1. Raheem Sterling. Chelsea:Liverpool. 1:0. Eftir framlengingu. Þessar viðureignir voru í undanúrslitum Deildarbikarsins. 


+ 2018/19. Liverpool:Chlesea. 1:2. Daniel Sturridge.



+ 2021/22. Liverpool:Chelsea. 0:0. Eftir framlengingu. Liverpool vann 11:10 eftir vítaspyrnukeppni. Mjög fjörugum og skemmtilegum leik lauk án marka sem var ótrúlegt. Allir leikmennirnir sem voru inni á vellinum tóku víti í vítaspyrnukeppninni. Caoimhin Kelleher, markmaður Liverpool, skoraði úr 11. spyrnu Liverpool. Kepa Arrizabalaga, félagi hans í marki Chelsea, gat jafnað en skaut boltanum upp í stúku. Liverpool vann því Deildarbikarinn!  


Úrslitaleikurinn á sunnudaginn verður sem sagt í níunda sinn sem liðin lenda saman í Deildarbikarnum. Hingað til hafa liðin skipt með sér sigrum. Við vonum að Liverpool komist yfir í viðureignum á sunnudaginn!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan