| Sf. Gutt

Faðir Conor Bradley látinn

Conor Bradley

Þær sorglegu fréttir bárust um helgina að, Joe Bradley, faðir Conor Bradley væri látinn. Hin opinbera vefsíða Liverpool greindi frá þessu á laugardaginn. Conor var því auðvitað ekki í liðshópi Liverpool á sunnudaginn þegar liðið mætti Arsenal. 

Skiljanlega verður Conor að fá þann tíma sem hann þarf með fjölskyldu sinni í kjölfarið á svona áfalli. Norður Írinn ungi hafði spilað síðustu leiki Liverpool og leikið stórvel. Hann átti stórleik og skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool fyrir viku þegar Liverpool vann Chelsea 4:1. Að auki átti hann tvær stoðsendingar. 

Liverpool klúbburinn á Íslandi sendir Conor Bradley og fjölskyldu samúðarkveðjur.   

YNWA!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan