| Sf. Gutt
Óhætt er að segja að Liverpool hafi farið frá besta leik leiktíðarinnar yfir í þann versta á fimm dögum. Eftir að hafa yfirspilað Chelsea á miðvikudagkvöldið í frábærum leik kom versti leikurinn í 3:1 tapi fyrir Arsenal í London.
Það var ljóst frá fyrstu mínútum að leikmenn Liverpool voru ekki upp á það besta. Skytturnar mættu mjög ákveðnar til leiks en leikmenn Liverpool voru hikandi og leikur liðsins hægur. Það kom því ekkert á óvart þegar Arsenal komst yfir á 14. mínútu. Vörn Liverpool var ósamstíga og Kai Havertz slapp einn á móti Alisson Becker. Brasilíumaðurinn varði en hélt ekki boltanum. Bukayo Saka var í grenndinni, tók frákastið og skoraði.
Arsenal hafði öll völd og hefði átt að vera með meiri forystu þegar komið var fram á þriðju mínútu viðbótartíma hálfleiksins en þá kom jöfnunarmark eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ryan Gravenberch sendi inn í vítateiginn á Luis Díaz. Markmaður og varnarmaður reyndu að loka á Luis en hann náði að koma boltanum að markinu og allt í einu sá fólk boltann í markinu. Hann hafði endað þar eftir að Gabriel Magalhaes hafði slengt hönd í boltann og slegið hann í markið. Kostulegt mark! Vel þegið og jafnt í hálfleik.
Liverpool lék mun betur í upphafi síðari hálfleiks. Alexis Mac Allister átti langskot framhjá á fyrstu mínútu hálfleiksins og rétt á eftir skaut Curtis Jones rétt framhjá. Svo virtist sem Liverpool hefði náð betri tökum á leiknum en á 67. mínútu fór allt í vitleysu. Löng sending kom fram að vítateig Liverpool. Alisson kom út að vítateigslínunni til að hjálpa Virgil van Dijk. Þeir rugluðust í ríminu, hvorugur náði boltanum og Gabriel Martinelli, sem hafði elt fram gat ekki annað en skorað fyrir tómu markinu. Hroðaleg mistök hjá þeim félögum!
Hér eftir var ekki aftur snúið og heimamenn hleyptu Liverpool ekki aftur inn í leikinn. Fimm mínútum fyrir leikslok bar það til tíðinda að Thiago Alcantara kom inn sem varamaður. Þetta var fyrsti leikur hans frá því í apríl. Þremur mínútum seinna fékk Ibrahima Konaté sitt annað gula spjald og þar með brottvísun. Til að bæta gráu ofan á svart bætti Arsenal við marki í byrjun viðbótartímans. Leandro Trossard fékk boltann úti á vinstri kanti. Hann stakk varamanninn Harvey Elliott af, þaut inn í vítateiginn og skoraði milli fóta Alisson. Boltinn breytti reyndar aðeins um stefnu á leiðinni en það breytti því ekki að annað slysalegt mark bættist við. Heimamenn fögnuðu ógurlega enda mikilvægur sigur í toppbaráttunni í höfn!
Liverpool átti ekkert skilið út úr leiknum. Leikmenn liðsins voru furðulega daufir miðað við mikilvægi leiksins og eins ef miðað er við hversu frábærlega liðið spilaði í síðasta leik. Liverpool er sannarlega með í baráttunni um titilinn enda á toppnum. En svona slakir leikir mega ekki sjást það sem eftir er af leiktíðinni!
Arsenal: Raya, White, Saliba, Gabriel, Zinchenko (Kiwior 45. mín.), Ødegaard, Rice, Jorginho, Saka (Nelson 79. mín.), Havertz og Martinelli (Trossard 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Ramsdale, Smith Rowe, Kiwior, C. Soares, Elneny og Walters.
Mörk Arsenal: Bukayo Saka (14. mín.), Gabriel Martinelli (67. mín) og Leandro Trossard (90. mín.).
Gul spjöld: Ben White, Gabriel Magalhaes, William Saliba, Declan Rice og Kai Havertz.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold (Robertson 58. mín.), Konaté, van Dijk, Gomez (T. Alcantara (85. mín.), Gravenberch (Elliott 58. mín.), Mac Allister, Jones, Gakpo (Núnez 58. mín.), Jota og Díaz. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Adrián, Clark, McConnell og Quansah.
Mark Liverpool: Gabriel Magalhaes, sm, (45. mín.).
Gul spjöld: Joe Gomez, Ibrahima Konaté og Darwin Núnez.
Rautt spjald: Ibrahima Konaté.
Áhorfendur á Emirates leikvanginum: 60.364.
Maður leiksins: Luis Díaz. Hann var eiginlega eini leikmaður Liverpool sem var líkur sjálfum sér. Hann barðist alla vega allan tímann.
Jürgen Klopp: ,,Það er ekki vafi á því að Arsenal verðskuldaði stigin þrjú. Þeir skoruðu þrisvar og við áttum eitt skot á markrammann. Sú staðreynd segir allt sem segja þarf."
- Þetta var 200. deildarleikur Liverpool og Arsenal.
- Liverpool hefur unnið 79 leiki en Arsenal 67. Jafnteflin eru 54.
- Þetta var annað tap Liverpool í deildinni og það fyrsta frá því í lok september.
- Andstæðingur Liverpool skoraði í sjöunda sinn fyrir Liverpool á leiktíðinni.
- Thiago Alcantara lék í fyrsta skipti frá því í apríl í fyrra.
TIL BAKA
Frá þeim besta yfir í þann versta!
Óhætt er að segja að Liverpool hafi farið frá besta leik leiktíðarinnar yfir í þann versta á fimm dögum. Eftir að hafa yfirspilað Chelsea á miðvikudagkvöldið í frábærum leik kom versti leikurinn í 3:1 tapi fyrir Arsenal í London.
Það var ljóst frá fyrstu mínútum að leikmenn Liverpool voru ekki upp á það besta. Skytturnar mættu mjög ákveðnar til leiks en leikmenn Liverpool voru hikandi og leikur liðsins hægur. Það kom því ekkert á óvart þegar Arsenal komst yfir á 14. mínútu. Vörn Liverpool var ósamstíga og Kai Havertz slapp einn á móti Alisson Becker. Brasilíumaðurinn varði en hélt ekki boltanum. Bukayo Saka var í grenndinni, tók frákastið og skoraði.
Arsenal hafði öll völd og hefði átt að vera með meiri forystu þegar komið var fram á þriðju mínútu viðbótartíma hálfleiksins en þá kom jöfnunarmark eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ryan Gravenberch sendi inn í vítateiginn á Luis Díaz. Markmaður og varnarmaður reyndu að loka á Luis en hann náði að koma boltanum að markinu og allt í einu sá fólk boltann í markinu. Hann hafði endað þar eftir að Gabriel Magalhaes hafði slengt hönd í boltann og slegið hann í markið. Kostulegt mark! Vel þegið og jafnt í hálfleik.
Liverpool lék mun betur í upphafi síðari hálfleiks. Alexis Mac Allister átti langskot framhjá á fyrstu mínútu hálfleiksins og rétt á eftir skaut Curtis Jones rétt framhjá. Svo virtist sem Liverpool hefði náð betri tökum á leiknum en á 67. mínútu fór allt í vitleysu. Löng sending kom fram að vítateig Liverpool. Alisson kom út að vítateigslínunni til að hjálpa Virgil van Dijk. Þeir rugluðust í ríminu, hvorugur náði boltanum og Gabriel Martinelli, sem hafði elt fram gat ekki annað en skorað fyrir tómu markinu. Hroðaleg mistök hjá þeim félögum!
Hér eftir var ekki aftur snúið og heimamenn hleyptu Liverpool ekki aftur inn í leikinn. Fimm mínútum fyrir leikslok bar það til tíðinda að Thiago Alcantara kom inn sem varamaður. Þetta var fyrsti leikur hans frá því í apríl. Þremur mínútum seinna fékk Ibrahima Konaté sitt annað gula spjald og þar með brottvísun. Til að bæta gráu ofan á svart bætti Arsenal við marki í byrjun viðbótartímans. Leandro Trossard fékk boltann úti á vinstri kanti. Hann stakk varamanninn Harvey Elliott af, þaut inn í vítateiginn og skoraði milli fóta Alisson. Boltinn breytti reyndar aðeins um stefnu á leiðinni en það breytti því ekki að annað slysalegt mark bættist við. Heimamenn fögnuðu ógurlega enda mikilvægur sigur í toppbaráttunni í höfn!
Liverpool átti ekkert skilið út úr leiknum. Leikmenn liðsins voru furðulega daufir miðað við mikilvægi leiksins og eins ef miðað er við hversu frábærlega liðið spilaði í síðasta leik. Liverpool er sannarlega með í baráttunni um titilinn enda á toppnum. En svona slakir leikir mega ekki sjást það sem eftir er af leiktíðinni!
Arsenal: Raya, White, Saliba, Gabriel, Zinchenko (Kiwior 45. mín.), Ødegaard, Rice, Jorginho, Saka (Nelson 79. mín.), Havertz og Martinelli (Trossard 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Ramsdale, Smith Rowe, Kiwior, C. Soares, Elneny og Walters.
Mörk Arsenal: Bukayo Saka (14. mín.), Gabriel Martinelli (67. mín) og Leandro Trossard (90. mín.).
Gul spjöld: Ben White, Gabriel Magalhaes, William Saliba, Declan Rice og Kai Havertz.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold (Robertson 58. mín.), Konaté, van Dijk, Gomez (T. Alcantara (85. mín.), Gravenberch (Elliott 58. mín.), Mac Allister, Jones, Gakpo (Núnez 58. mín.), Jota og Díaz. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Adrián, Clark, McConnell og Quansah.
Mark Liverpool: Gabriel Magalhaes, sm, (45. mín.).
Gul spjöld: Joe Gomez, Ibrahima Konaté og Darwin Núnez.
Rautt spjald: Ibrahima Konaté.
Áhorfendur á Emirates leikvanginum: 60.364.
Maður leiksins: Luis Díaz. Hann var eiginlega eini leikmaður Liverpool sem var líkur sjálfum sér. Hann barðist alla vega allan tímann.
Jürgen Klopp: ,,Það er ekki vafi á því að Arsenal verðskuldaði stigin þrjú. Þeir skoruðu þrisvar og við áttum eitt skot á markrammann. Sú staðreynd segir allt sem segja þarf."
Fróðleikur
- Þetta var 200. deildarleikur Liverpool og Arsenal.
- Liverpool hefur unnið 79 leiki en Arsenal 67. Jafnteflin eru 54.
- Þetta var annað tap Liverpool í deildinni og það fyrsta frá því í lok september.
- Andstæðingur Liverpool skoraði í sjöunda sinn fyrir Liverpool á leiktíðinni.
- Thiago Alcantara lék í fyrsta skipti frá því í apríl í fyrra.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!
Fréttageymslan