| Sf. Gutt
Liverpool komst örugglega áfram í FA bikarnum eftir að hafa lagt Norwich City að velli 5:2 á Anfield Road. Þetta var tilfinningaþrunginn dagur því leikurinn var sá fyrsti eftir að Jürgen Klopp tilkynnti að hann myndi yfirgefa Liverpool eftir að þessu keppnistímabili lýkur.
Ungliðinn James McConnell fékk sæti í byrjunarliðinu. Hann varð fyrir valinu af ungu leikmönnunum en líklegt var að einhver þeirra fengi að byrja. Alexis Mac Allister var hvíldur eftir að hafa verið stirður eftir síðasta leik. Kannski kom á óvart að Alisson Becker skyldi vera í markinu.
Það fór ekkert á milli mála að mikið tilfinningaflæði var á loftinu. Þjóðsöngurinn var sunginn af mikilli innlifun. Það fór ekki á milli mála að Jürgen væri hrærður.
Það var ekki mínúta liðin þegar stuðningsmenn Liverpool fóru að syngja um ást sína á framkvæmdastjóranum við lagið I feel fine sem The Beatles gerðu frægt. Jürgen hefur oft sagt að hann vilji ekki að lagið sé sungið á meðan á leik stendur. Stuðningsmenn eigi frekar að einbeita sér að því að styðja liðið! En áhorfendur hlýddu ekki að þessu sinni!
Liverpool tók völdin frá fyrstu sekúndu. Á 10. mínútu náði Darwin Núnez boltanum utan við vítateiginn vinstra megin. Hann beið ekki boðanna heldur skaut bogaskoti utan teigs sem fór í stöngina fjær. Rétt á eftir gaf Diogo fyrir frá vinstri en það munaði hársbreidd að Darwin næði að stýra boltanum í markið við markteiginn. Það var bara spurning hvenær Liverpool myndi skora og það gerðist á 16. mínútu. James McConnell gaf fyrir markið frá hægri. Sending hans var hárnákvæm og hitti beint á höfuðið á Curtis Jones sem skallaði auðveldlega í markið við stöngina fjær. Mögnuð sending frá unga piltinum.
Norwich komst ekki fram fyrir miðju sem heitið gat fyrr en eftir 20 mínútur. Liðið fékk þá horn frá hægri. Sending kom á nærstöng þar sem boltinn fór af herðunum á Ben Gibson og óverjandi í netið. Fyrsta sókn Norwich og mark.Staðan orðin jöfn og 22 mínútur liðnar.
Sem betur fer tók það Liverpool bara sex mínútur að svara þessu. Conor Bradley náði boltanum af andstæðingi úti við hliðarlínu rétt við miðju. Hann tók á rás, lék þríhyrning við Diogo Jota og hélt áfram þangað til hann sendi fram á Darwin Núnez. Úrúgvæjinn tók við boltanum, skeiðaði inn í vítateiginn og sendi hann örugglega neðst í hornið fjær. Góð afgreiðsla hjá Darwin!
Á 31. mínútu fékk Cody Gakpo algjört dauðafæri eftir undirbúning Conor en hann skaut framhjá úr miðjum teig. Nokkrum andartökum seinna náði Liverpool boltanum eftir útspil gestanna úr markspyrnu. Ryan Gravenberch fékk boltann í vítateignum, plataði varnarmenn með snjallri gabbhreyfingu en varnarmaður náði að bjarga við marklínuna. Algjörir yfirburðir Liverpool en bara eins marks forysta í hálfleik.
Liverpool kom stöðunni í betra horf á 53. mínútu. Curtis sendi þá háa sendingu frá eigin vallarhelmingi í átt að vítateig Norwich. Varnarmaður náði ekki að skalla frá. Boltinn fór af höfði hans í átt að markinu á Diogo. Portúgalinn lét boltann skoppa einu sinni áður en hann tók knöttinn á lofti og skoraði út í hægra hornið. Glæsilegt mark!
Á 55. mínútu komu þrír varamenn inn hjá Liverpool. Andrew Robertson var geysilega vel fagnað en hann var nú loksins kominn til leiks eftir langvinn meiðsli. Hinir tveir varamennirnir, Virgil van Dijk og Dominik Szoboszlai, sáu um næsta mark á 63. mínútu. Ungverjinn tók horn frá hægri og Hollendingurinn skallaði beint í markið, frá vítatapunktinum fyrir framan Kop stúkuna. Virgil alveg frír og átti auðvelt með að skora.
Öllum að óvörum höfðu Kanarífuglarnir ekki sungið sitt síðasta. Á 69. mínútu fékk Borja Sainz boltann talsvert fyrir utan vítateiginn. Hann fékk frið til að negla á markið og það gerði hann sannarlega. Alisson Becker réði ekkert við fallegt skot Borja.
Tíu mínútum fyrir leikslok varði George Long tvívegis meistaralega í sömu sókninni. Fyrst frá Diogo og svo Ryan. Lygilegt að Liverpool skyldi ekki skora. Mark Norwich slapp aftur og aftur þar til komið var fram á fimmtu og síðustu mínútu viðbótartímans. Conor kom boltanum fyrir markið yfir til vinstri og þar skaut Ryan sér fram og skallaði í markið af örstuttu færi! Hollendingurinn fagnaði innilega enda hefur gengið upp og niður hjá honum síðustu vikurnar. En smiðshöggið var rekið!
Hvað skyldu svo stuðngingsmenn Liverpool hafa sungið í leikslok? Auðvitað lag The Beatles um Jürgen! Það var sungið vel og lengi! Hin gagnkvæma ást framkvæmdastjórans og aðdánenda hans og Liverpool fór ekki á milli mála!
Liverpool hafði algjöra yfirbruði. Strákarnir hans David Wagner, besta vinar Jürgen, stóðu sig vel en þeir áttu ekki möguleika. Liverpool heldur áfram að settum mörkum!
Liverpool: Alisson, Bradley, Konaté (van Dijk 55. mín.), Quansah, Gomez (Robertson 55. mín.), Gravenberch, McConnell (Díaz 79. mín.), Jones (Szoboszlai 55. mín.), Jota, Núnez (Alexander-Arnold 66. mín.) og Gakpo. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Elliott, Clark og Beck.
Mörk Liverpool: Curtis Jones (16. mín.), Darwin Núnez (28. mín.), Diogo Jota (53. mín.), Virgil van Dijk (63. mín.) og Ryan Gravenberch (90. mín.).
Norwich City: Long, Stacey, Hanley (Sørensen 62. mín.), Gibson, McCallum (Giannoulis 83. mín.), Fassnacht (Gibbs 84. mín.), Núnez, McLean, Gomes Sara, Hernández (Sainz 61. mín.) og Barnes (Idah 62. mín.). Ónotaðir varamenn: Placheta, Gunn, Giannoulis, Fisher og Ansen.
Mörk Norwich: Ben Gibson (22. mín.) og Borja Sainz (69. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 57.334.
Maður leiksins: Conor Bradley. Strákurinn var frábær í stöðu hægri bakvarðar bæði í vörn og sókn. Svo gerði hann sér lítið fyrir og lagði upp tvö mörk!
Jürgen Klopp: ,,Það var mikið af tilfinningum í gangi. Við þurfum að vera stríðsmenn í leikjum í stað þess að vera að hylla gamlan mann á hliðarlínunni."
- Þetta var leikur númer 450 hjá Liverpool í FA bikarnum.
- Liverpool hefur unnið 241 leik, tapað 113 og gert 96 jafntefli.
- Þriðja mark Liverpool í leiknum, sem Diogo Jota skoraði, var 750. markið sem Liverpool hefur skorað í keppninni.
- Curtis Jones skoraði fimmta mark sitt á leiktíðinni.
- Darwin Núnez skoraði í 11. sinn á sparktíðinni.
- Diogo Jota er búinn að skora marki meira.
- Virgil van Dijk skoraði í annað sinn á leiktíðinni.
- Ryan Gravenberch er nú kominn með þrjú mörk á þessari leiktíð.
- Þetta var áttundi leikur Liverpool við Norwich City á valdatíð Jürgen Klopp. Liverpool vann alla leikina.
TIL BAKA
Öruggt áframhald!
Liverpool komst örugglega áfram í FA bikarnum eftir að hafa lagt Norwich City að velli 5:2 á Anfield Road. Þetta var tilfinningaþrunginn dagur því leikurinn var sá fyrsti eftir að Jürgen Klopp tilkynnti að hann myndi yfirgefa Liverpool eftir að þessu keppnistímabili lýkur.
Ungliðinn James McConnell fékk sæti í byrjunarliðinu. Hann varð fyrir valinu af ungu leikmönnunum en líklegt var að einhver þeirra fengi að byrja. Alexis Mac Allister var hvíldur eftir að hafa verið stirður eftir síðasta leik. Kannski kom á óvart að Alisson Becker skyldi vera í markinu.
Það fór ekkert á milli mála að mikið tilfinningaflæði var á loftinu. Þjóðsöngurinn var sunginn af mikilli innlifun. Það fór ekki á milli mála að Jürgen væri hrærður.
Það var ekki mínúta liðin þegar stuðningsmenn Liverpool fóru að syngja um ást sína á framkvæmdastjóranum við lagið I feel fine sem The Beatles gerðu frægt. Jürgen hefur oft sagt að hann vilji ekki að lagið sé sungið á meðan á leik stendur. Stuðningsmenn eigi frekar að einbeita sér að því að styðja liðið! En áhorfendur hlýddu ekki að þessu sinni!
Liverpool tók völdin frá fyrstu sekúndu. Á 10. mínútu náði Darwin Núnez boltanum utan við vítateiginn vinstra megin. Hann beið ekki boðanna heldur skaut bogaskoti utan teigs sem fór í stöngina fjær. Rétt á eftir gaf Diogo fyrir frá vinstri en það munaði hársbreidd að Darwin næði að stýra boltanum í markið við markteiginn. Það var bara spurning hvenær Liverpool myndi skora og það gerðist á 16. mínútu. James McConnell gaf fyrir markið frá hægri. Sending hans var hárnákvæm og hitti beint á höfuðið á Curtis Jones sem skallaði auðveldlega í markið við stöngina fjær. Mögnuð sending frá unga piltinum.
Norwich komst ekki fram fyrir miðju sem heitið gat fyrr en eftir 20 mínútur. Liðið fékk þá horn frá hægri. Sending kom á nærstöng þar sem boltinn fór af herðunum á Ben Gibson og óverjandi í netið. Fyrsta sókn Norwich og mark.Staðan orðin jöfn og 22 mínútur liðnar.
Sem betur fer tók það Liverpool bara sex mínútur að svara þessu. Conor Bradley náði boltanum af andstæðingi úti við hliðarlínu rétt við miðju. Hann tók á rás, lék þríhyrning við Diogo Jota og hélt áfram þangað til hann sendi fram á Darwin Núnez. Úrúgvæjinn tók við boltanum, skeiðaði inn í vítateiginn og sendi hann örugglega neðst í hornið fjær. Góð afgreiðsla hjá Darwin!
Á 31. mínútu fékk Cody Gakpo algjört dauðafæri eftir undirbúning Conor en hann skaut framhjá úr miðjum teig. Nokkrum andartökum seinna náði Liverpool boltanum eftir útspil gestanna úr markspyrnu. Ryan Gravenberch fékk boltann í vítateignum, plataði varnarmenn með snjallri gabbhreyfingu en varnarmaður náði að bjarga við marklínuna. Algjörir yfirburðir Liverpool en bara eins marks forysta í hálfleik.
Liverpool kom stöðunni í betra horf á 53. mínútu. Curtis sendi þá háa sendingu frá eigin vallarhelmingi í átt að vítateig Norwich. Varnarmaður náði ekki að skalla frá. Boltinn fór af höfði hans í átt að markinu á Diogo. Portúgalinn lét boltann skoppa einu sinni áður en hann tók knöttinn á lofti og skoraði út í hægra hornið. Glæsilegt mark!
Á 55. mínútu komu þrír varamenn inn hjá Liverpool. Andrew Robertson var geysilega vel fagnað en hann var nú loksins kominn til leiks eftir langvinn meiðsli. Hinir tveir varamennirnir, Virgil van Dijk og Dominik Szoboszlai, sáu um næsta mark á 63. mínútu. Ungverjinn tók horn frá hægri og Hollendingurinn skallaði beint í markið, frá vítatapunktinum fyrir framan Kop stúkuna. Virgil alveg frír og átti auðvelt með að skora.
Öllum að óvörum höfðu Kanarífuglarnir ekki sungið sitt síðasta. Á 69. mínútu fékk Borja Sainz boltann talsvert fyrir utan vítateiginn. Hann fékk frið til að negla á markið og það gerði hann sannarlega. Alisson Becker réði ekkert við fallegt skot Borja.
Tíu mínútum fyrir leikslok varði George Long tvívegis meistaralega í sömu sókninni. Fyrst frá Diogo og svo Ryan. Lygilegt að Liverpool skyldi ekki skora. Mark Norwich slapp aftur og aftur þar til komið var fram á fimmtu og síðustu mínútu viðbótartímans. Conor kom boltanum fyrir markið yfir til vinstri og þar skaut Ryan sér fram og skallaði í markið af örstuttu færi! Hollendingurinn fagnaði innilega enda hefur gengið upp og niður hjá honum síðustu vikurnar. En smiðshöggið var rekið!
Hvað skyldu svo stuðngingsmenn Liverpool hafa sungið í leikslok? Auðvitað lag The Beatles um Jürgen! Það var sungið vel og lengi! Hin gagnkvæma ást framkvæmdastjórans og aðdánenda hans og Liverpool fór ekki á milli mála!
Liverpool hafði algjöra yfirbruði. Strákarnir hans David Wagner, besta vinar Jürgen, stóðu sig vel en þeir áttu ekki möguleika. Liverpool heldur áfram að settum mörkum!
Liverpool: Alisson, Bradley, Konaté (van Dijk 55. mín.), Quansah, Gomez (Robertson 55. mín.), Gravenberch, McConnell (Díaz 79. mín.), Jones (Szoboszlai 55. mín.), Jota, Núnez (Alexander-Arnold 66. mín.) og Gakpo. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Elliott, Clark og Beck.
Mörk Liverpool: Curtis Jones (16. mín.), Darwin Núnez (28. mín.), Diogo Jota (53. mín.), Virgil van Dijk (63. mín.) og Ryan Gravenberch (90. mín.).
Norwich City: Long, Stacey, Hanley (Sørensen 62. mín.), Gibson, McCallum (Giannoulis 83. mín.), Fassnacht (Gibbs 84. mín.), Núnez, McLean, Gomes Sara, Hernández (Sainz 61. mín.) og Barnes (Idah 62. mín.). Ónotaðir varamenn: Placheta, Gunn, Giannoulis, Fisher og Ansen.
Mörk Norwich: Ben Gibson (22. mín.) og Borja Sainz (69. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 57.334.
Maður leiksins: Conor Bradley. Strákurinn var frábær í stöðu hægri bakvarðar bæði í vörn og sókn. Svo gerði hann sér lítið fyrir og lagði upp tvö mörk!
Jürgen Klopp: ,,Það var mikið af tilfinningum í gangi. Við þurfum að vera stríðsmenn í leikjum í stað þess að vera að hylla gamlan mann á hliðarlínunni."
Fróðleikur
- Þetta var leikur númer 450 hjá Liverpool í FA bikarnum.
- Liverpool hefur unnið 241 leik, tapað 113 og gert 96 jafntefli.
- Þriðja mark Liverpool í leiknum, sem Diogo Jota skoraði, var 750. markið sem Liverpool hefur skorað í keppninni.
- Curtis Jones skoraði fimmta mark sitt á leiktíðinni.
- Darwin Núnez skoraði í 11. sinn á sparktíðinni.
- Diogo Jota er búinn að skora marki meira.
- Virgil van Dijk skoraði í annað sinn á leiktíðinni.
- Ryan Gravenberch er nú kominn með þrjú mörk á þessari leiktíð.
- Þetta var áttundi leikur Liverpool við Norwich City á valdatíð Jürgen Klopp. Liverpool vann alla leikina.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield! -
| Sf. Gutt
Trent kominn upp í 100! -
| Sf. Gutt
Sorgarfréttir -
| Sf. Gutt
Fjórir sigrar í röð í Mílanó! -
| Sf. Gutt
Ótrúlegur munur! -
| Sf. Gutt
Til hamingju!
Fréttageymslan