| Sf. Gutt
Kaide Gordon er að skríða saman eftir að hafa verið frá í á annað ár vegna meiðsla. Hann var meðal varamanna Liverpool í Frakklandi í Evrópueiknum gegn Toulouse.
Kaide lék sína fyrstu leiki með aðalliði Liverpool á leiktíðinni 2021/22. Hann spilaði fjóra leiki og skoraði sitt fyrsta mark þegar Liverpool vann Shrewsbury Town 4:1 í FA bikarnum. Með markinu varð hann yngsti markaskorari Liverpool í FA bikarnum.
Kaide var varamaður þegar Liverpool vann Cardiff í byrjun febrúar 2022 en svo stoppuðu langvinn meiðsli hann af. Meiðslin voru tengd vexti piltsins og voru á mjaðmasvæðinu.
Það var ekki fyrr en núna í september að hann spilaði með undir 21. árs liði Liverpool. Þá hafði hann ekki spilað knattspyrnu í 19 mánuði. Það var því sannarlega gleðilegt að sjá nafn Kaide á liðsskýrslu Liverpool í Frakklandi.
Kaide, sem er útherji eða sóknarmaður, er aðeins 19 ára. Hann kom til Liverpool frá Derby County í febrúar 2021. Hann þótti þá með efnilegri leikmönnum á Englandi. Kaide er búinn að spila fyrir hönd Englands fyrir undir 16 og 18 ára liðin.
Hvað sem piltinum gengur að komast aftur í gang eftir þessi erfiðu meiðsli þá er gott að hann sé loksins farinn að spila knattspyrnu á nýjan leik. Vonandi nær hann sér aftur á strik.
TIL BAKA
Kaide Gordon að skríða saman

Kaide Gordon er að skríða saman eftir að hafa verið frá í á annað ár vegna meiðsla. Hann var meðal varamanna Liverpool í Frakklandi í Evrópueiknum gegn Toulouse.
Kaide lék sína fyrstu leiki með aðalliði Liverpool á leiktíðinni 2021/22. Hann spilaði fjóra leiki og skoraði sitt fyrsta mark þegar Liverpool vann Shrewsbury Town 4:1 í FA bikarnum. Með markinu varð hann yngsti markaskorari Liverpool í FA bikarnum.
Kaide var varamaður þegar Liverpool vann Cardiff í byrjun febrúar 2022 en svo stoppuðu langvinn meiðsli hann af. Meiðslin voru tengd vexti piltsins og voru á mjaðmasvæðinu.
Það var ekki fyrr en núna í september að hann spilaði með undir 21. árs liði Liverpool. Þá hafði hann ekki spilað knattspyrnu í 19 mánuði. Það var því sannarlega gleðilegt að sjá nafn Kaide á liðsskýrslu Liverpool í Frakklandi.
Kaide, sem er útherji eða sóknarmaður, er aðeins 19 ára. Hann kom til Liverpool frá Derby County í febrúar 2021. Hann þótti þá með efnilegri leikmönnum á Englandi. Kaide er búinn að spila fyrir hönd Englands fyrir undir 16 og 18 ára liðin.
Hvað sem piltinum gengur að komast aftur í gang eftir þessi erfiðu meiðsli þá er gott að hann sé loksins farinn að spila knattspyrnu á nýjan leik. Vonandi nær hann sér aftur á strik.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mun alltaf elska Liverpool! -
| Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi? -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Verðum að leggja harðar að okkur! -
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur
Fréttageymslan

