| HI
Liverpool tapaði sínum fyrstu stigum í Evrópudeildinni í vetur þegar liðið tapaði 3-2 fyrir Toulouse ytra. Jöfnunarmark var dæmt var í VAR.
Virgil van Dijk var veikur og var þess vegna ekki í leikmannahópnum auk þess sem Curtis Jones og Ryan Gravenberch glíma við smávægileg meiðsl. Að vanda var nokkrum leikmönnum sem alla jafna eru ekki í byrjunarliðinu gefið tækifæri, til dæmis Caoimhin Kelleher, Wataru Endo og Ben Doak. Níu breytingar voru gerðar á liðinu frá jafnteflisleiknum við Luton.
Leikur Liverpool var alls ekki eins og við viljum sjá liðið. Það vantaði almennt töluvert flæði í spilið og Toulouse nýtti sér það og mikla stemningu meðal áhorfenda til að vinna góðan sigur. Liverpool hefði þó getað náð forystunni snemma leiks þegar Joe Gomez, af öllum mönnum,setti aukaspyrnu frá Cody Gakpo í þverslána. Jöfnunarmark var tekið af Liverpool með umdeildum hætti þar sem dómarinn dæmdi hendi á Mac Allister í aðdraganda marksins en sigur Toulouse verður að teljast sanngjarn.
1:0. 36. mínúta. Aron Dønnum náði boltanum af Tsimikas á slæmum stað, lék inn í teiginn og skoraði. Skotið breytti um stefnu af Quansah sem varð til þess að Kelleher átti ekki möguleika.
2:0. 57. mínúta. Diaz tapar boltanum á slæmum stað og Vincent Sierro sendir fyrir markið. Þar kemur This Dalinga á ferðinni og skorar í bláhornið niðri.
2:1. 75. mínúta. Trent á góða fyrirgjöf inn í teigin þar sem Gomez skallar í átt að marki á fjærstöng. Boltinn fer af öxlinni á Cristian Casseres, sem sneri baki í Gomez, og þaðan í netið. Skráð sem sjálfsmark hjá Casseres.
3:1. 76. mínúta. Gabriel Suazo gefur fyrir markið og Kelleher slær hana frá. Hún dettur hins vegar fyrir fætur Franks Magri, sem var nýkominn inná sem varamaður, og hann skorar auðveldlega.
3:2. 89. mínúta. Diogo Jota tekur á rás frá miðju vallarins, fer fram hjá hverjum leikmanni Toulouse á fætur öðrum og setur boltann svo í fjærhornið.
Þrátt fyrir tapið getur Liverpool enn tryggt sig áfram í keppninni með sigri á LASK í næsta leik.
Leikur liðsins var langt frá því að vera jafn góður og eðlilegt er að ætlast til þrátt fyrir breytingarnar sem voru gerðar. Sú ákvörðun að taka jöfnunarmarkið af okkur verður að teljast vafasöm.
Liverpool: Kelleher, Gomez, Matip, Quansah, Tsimikas (Alexander-Arnold 46. mín), Mac Allister, Endo (Szoboszlai 46. mín), Doak (Salah 46. mín), Gakpo (Nunez 73. mín) og Díaz (81, mín.) Ónotaðir varamenn: Alisson, Mrozel, Konate, Chambers, Scanlon, Gordon og McConnell.
Mörk Liverpool: Sjálfsmark (74. mín), Diogo Jota (89. mín).
Gult spjald: Wataro Endo, Darwin Nunez.
Toulouse: Restes, Desler, Evans Costa, Nicolaisen, Diarra, Suazo, Schmidt (Magri 70. mín), Sierro, Cásseres, Dønnum (Kamanzi 81. mín) og Dallinga (Gelabert 88. mín). Ónotaðir varamenn: Dominguez, Lacombe, Mawissa, Keben, Cissoko, Begraoui, Bangré.
Mörk Toulouse: Dønnum (36. mín.), Dallinga (58. mín), Magri (76. mín)
Maður leiksins: Harvey Elliott. Var einn af fáum leikmönnum Liverpool sem reyndi allt sem hann gat til að sækja af alvöru á liðið.
Áhorfendur á Stadium de Toulouse: Ekki vitað.
TIL BAKA
Fyrsta tapið í Evrópu í vetur
Liverpool tapaði sínum fyrstu stigum í Evrópudeildinni í vetur þegar liðið tapaði 3-2 fyrir Toulouse ytra. Jöfnunarmark var dæmt var í VAR.
Liðsuppstilling
Virgil van Dijk var veikur og var þess vegna ekki í leikmannahópnum auk þess sem Curtis Jones og Ryan Gravenberch glíma við smávægileg meiðsl. Að vanda var nokkrum leikmönnum sem alla jafna eru ekki í byrjunarliðinu gefið tækifæri, til dæmis Caoimhin Kelleher, Wataru Endo og Ben Doak. Níu breytingar voru gerðar á liðinu frá jafnteflisleiknum við Luton.
Gangur leiksins
Mörkin
1:0. 36. mínúta. Aron Dønnum náði boltanum af Tsimikas á slæmum stað, lék inn í teiginn og skoraði. Skotið breytti um stefnu af Quansah sem varð til þess að Kelleher átti ekki möguleika.
2:0. 57. mínúta. Diaz tapar boltanum á slæmum stað og Vincent Sierro sendir fyrir markið. Þar kemur This Dalinga á ferðinni og skorar í bláhornið niðri.
2:1. 75. mínúta. Trent á góða fyrirgjöf inn í teigin þar sem Gomez skallar í átt að marki á fjærstöng. Boltinn fer af öxlinni á Cristian Casseres, sem sneri baki í Gomez, og þaðan í netið. Skráð sem sjálfsmark hjá Casseres.
3:1. 76. mínúta. Gabriel Suazo gefur fyrir markið og Kelleher slær hana frá. Hún dettur hins vegar fyrir fætur Franks Magri, sem var nýkominn inná sem varamaður, og hann skorar auðveldlega.
3:2. 89. mínúta. Diogo Jota tekur á rás frá miðju vallarins, fer fram hjá hverjum leikmanni Toulouse á fætur öðrum og setur boltann svo í fjærhornið.
Plús
Þrátt fyrir tapið getur Liverpool enn tryggt sig áfram í keppninni með sigri á LASK í næsta leik.
Mínus
Leikur liðsins var langt frá því að vera jafn góður og eðlilegt er að ætlast til þrátt fyrir breytingarnar sem voru gerðar. Sú ákvörðun að taka jöfnunarmarkið af okkur verður að teljast vafasöm.
Liverpool: Kelleher, Gomez, Matip, Quansah, Tsimikas (Alexander-Arnold 46. mín), Mac Allister, Endo (Szoboszlai 46. mín), Doak (Salah 46. mín), Gakpo (Nunez 73. mín) og Díaz (81, mín.) Ónotaðir varamenn: Alisson, Mrozel, Konate, Chambers, Scanlon, Gordon og McConnell.
Mörk Liverpool: Sjálfsmark (74. mín), Diogo Jota (89. mín).
Gult spjald: Wataro Endo, Darwin Nunez.
Toulouse: Restes, Desler, Evans Costa, Nicolaisen, Diarra, Suazo, Schmidt (Magri 70. mín), Sierro, Cásseres, Dønnum (Kamanzi 81. mín) og Dallinga (Gelabert 88. mín). Ónotaðir varamenn: Dominguez, Lacombe, Mawissa, Keben, Cissoko, Begraoui, Bangré.
Mörk Toulouse: Dønnum (36. mín.), Dallinga (58. mín), Magri (76. mín)
Maður leiksins: Harvey Elliott. Var einn af fáum leikmönnum Liverpool sem reyndi allt sem hann gat til að sækja af alvöru á liðið.
Áhorfendur á Stadium de Toulouse: Ekki vitað.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield! -
| Sf. Gutt
Trent kominn upp í 100! -
| Sf. Gutt
Sorgarfréttir -
| Sf. Gutt
Fjórir sigrar í röð í Mílanó! -
| Sf. Gutt
Ótrúlegur munur! -
| Sf. Gutt
Til hamingju!
Fréttageymslan