Vopnahlésdagurinn
Þann ellefta ellefta klukkan ellefu að morgni á því Herrars ári 1918 var lýst yfir vopnahléi í Fyrri heimsstyrjöldinni. Um leið var bundinn endi á styrjöldina sem hófst 1914. Alla tíð síðan hefur fórnarlamba styrjaldarinnar verið minnst um þetta leyti. Ellefti nóvember ber heitið Vopnahlésdaginn.
Á Bretlandi er styrjaldarloka minnst frá byrjun nóvember til ellefta nóvember. Tákn Vopnahlésdagsins er rautt valmúablóm. Hermt er að þetta lífsseiga blóm hafi verið það fyrsta til að stinga upp kollinum á sviðnum vígvöllum Evrópu þar sem milljónir féllu. Stórhluti Breta ber blómið í barminum þessa daga.
Knattspyrnuhreyfingin á Bretlandi minnist dagsins árlega yfir tvær helgar. Öll lið leika í keppnistreyjum merktum valmúablómi í að minnsta kosti einum leik um þetta leyti. Alla vega í þeim heimaleik sem ber upp á þessa daga. Þetta hefur verið gert í áraraðir.
Á myndinni að ofan fagnar Georginio Wijnaldum marki í 6:1 heimasigri Liverpool á Watford 6. nóvember árið 2016. Valmúamerkið á treyjunni hans sést vel og greinilega. Þennan dag var Vopnahlésdagsins 2016 minnst í heimaleik hjá Liverpool Football Club á þeim leikdegi sem næstur var 11. nóvember.
Keppnistreyjur leikmanna Liverpool, með valmúamerkinu, hafa í mörg ár verið boðnar upp eftir Vopnahlésdaginn. Allir þeir peningar sem fást fyrir treyjurnar renna til samtaka fyrrum hermanna.
Þetta er sem sagt útskýring á rauða blóminu sem er á búningum knattspyrnuliða á Bretlandi í byrjun nóvember. Sagan ber margt.
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!