| Sf. Gutt

Caoimhin Kelleher meiddur


Caoimhin Kelleher, varamarkmaður Liverpool, meiddist á æfingu um daginn og verður frá um tíma. Caoimhin lenti í samstuði með þeim afleiðingum að hann fékk skurð á hné. Það þurfti að sauma 12 spor.


Írinn er búinn að missa af einum leik með Liverpool en hann átti að spila í Evrópudeildinni við Union Saint-Gilloise í síðustu viku. Hann hefði svo verið valinn í írska landsliðið sem leikur tvo leiki á næstunni. Hann er búinn að leika tíu landsleiki.

Meiðsli koma venjulega á slæmum tíma. Þessi gera það sannarlega því Caoimhin missir af leikjum sem hann átti að leika. Hann var búinn að spila tvo leiki með Liverpool hingað til á leiktíðinni. Caoimhin nær sér vonandi vel af meiðslunum.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan