| Sf. Gutt

Ben Doak kominn með nýjan samning


Ben Doak, Skotinn ungi og efnilegi, er kominn með nýjan samning við Liverpool. Samningurinn, sem tilkynnt var um í dag, gildir til næstu ára. Ben er einn allra efnilegasti leikmaður Liverpool um þessar mundir og miklar vonir eru bundnar við hann. 

Ben kom til Liverpool frá Skotlandsmeisturum Celtic í fyrra. Hann er eldfljótur og getur leikið hvar sem er í framlínunni. Venjulega spilar hann sem kantmaður. 

Ben Doak steig sín fyrstu skref með aðalliði Liverpool á síðasta keppnistímabili. Hann hefur þegar hér er komið við sögu spilað sex leiki fyrir hönd Liverpool. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan