| Sf. Gutt

Landsleikjafréttir

Landsleikjahrotunni í september er lokið. Landsliðsmenn Liverpool geta nú haldið heim á leið og farið að undarbúa sig fyrir leik helgarinnar.


Cody Gakpo skoraði í báðum leikjum Hollands. Í seinni landsleiknum skoraði hann úr víti þegar Holland vann góðan útisigur 1:2 á Írlandi. Virgil van Dijk var í liði Hollands.  Caoimhin Kelleher var varamaður hjá Írum. Leikið var í forkeppni EM.

Dominik Szoboszlai var í liði Ungverja sem gerðu 1:1 jafntefli við Tékkland. Þetta var vináttuleikur.

Í fyrrakvöld rótburstaði Portúgal Luxemborg og vann 9:0.  Diogo Jota skoraði tvö af mörkunum og að auki lagði hann upp eitt mark. Gott kvöld hjá honum!

Í gærkvöldi var Wataru Endo í liði Japans sem vann Tyrkland 4:2 í vináttuleik. Hann kom inn sem varamaður. 

Andrew Robertson leiddi Skotland í vináttuleik gegn Englandi í Glasgow. England vann 1:3. Jordan Henderson var á bekknum allan tímann. Leikurinn var vináttuleikur í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá því þjóðirnar leiddu saman hesta sína í fyrsta sinn. 

Egyptaland tapaði 1:3 fyrir Túnis. Mohamed Salah spilaði með heimamönnum. 


Forkeppni HM hélt áfram í Suður Ameríku. Alexis Mac Allister var í liði heimsmeistara Argentínu sem unnu Bólvíu 3:0.

Luis Díaz spilaði með Kólumbíu á móti Síle. Leiknum lauk án marka. 

Úrúgvæ tapaði 2:1 fyrir Ekvador. Darwin Núnez hóf leikinn en fór af velli í hálfleik. Hann mun hafa fundið fyrir einhverjum eymslum. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan