Skaut 50 metra yfir en nú kom það!
Dominik Szoboszlai skoraði glæsimark á móti Aston Villa í gær. Hann smellhitti boltann með viðstöðulausu skoti. Ekki amalegt að opna markareikning sinn fyrir Liverpool með svona fallegu marki!
,,Við vorum virkilega ánægðir með að halda öllum stigunum heima. Við spiluðum vel og brugðumst vel við öllum aðstæðum sem komu upp í leiknum. Mér fannst allir sýna sitt rétta andlit og við, sem lið, stóðum okkur mjög vel."
Dominik skoraði sitt fyrsta mark á Anfield með glæsilegu þrumusoti. Með fallegri mörkum á Anfield í seinni tíð!
,,Ég er sannarlega ánægður með að mér skyldi takast að skora mitt fyrsta mark á Anfield. Það gat ekki verið betra. Ef satt skal segja, eins og ég hef sagt frá, þá erum við stundum að æfa skot. Fyrir svona tveimur vikum var ég tvisvar í svona stöðum og ég skaut 50 metra yfir markið. Í dag einbeitti ég mér eins og ég gat að því að hitta boltann vel og það gekk sannarlega eftir."
Dominik smellhitti boltann og það skilaði sér í glæsimarki. Sannkallað draumamark!
-
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu!