| Sf. Gutt
Það liggur fyrir að Roberto Firmino yfirgefur Liverpool í sumar. Hann og hinir Brasilíumennirnir í liði Liverpool eru og hafa verið í mjög sterku sambandi. Um er að ræða þá Roberto, Alisson Becker og Fabinho Tavarez. Svo hefur Arthur Melo landi þeirra verið í liðshópnum á þessu keppnistímabili. Alisson og Fabinho tjáðu sig um brottför Roberto á dögunum. Báðir vildu óska þess að Roberto yrði áfram hjá félaginu.
Alission Becker: ,,Bobby er mjög góður vinur okkar. Hann hefur haft gríðarlega mikil áhrif á liðið. Mikið vildi ég að hann gæti verið áfram hérna."
Fabinho Tavarez: ,,Hann er virkilega indæll náungi og öllum hjá félaginu líkar vel við hann. Hann var mér og Ali mikils virði þegar við komum til félagsins. Hann hefur verið einn mikilvægasti maðurinn innan raða félagsins."
Þessi orð nánustu vina Roberto Firmino segja sína sögu. Það verður sannarlega skarð fyrir skildi þegar Roberto hverfur á braut frá Liverpool!
TIL BAKA
Vildum að hann gæti verið áfram!

Það liggur fyrir að Roberto Firmino yfirgefur Liverpool í sumar. Hann og hinir Brasilíumennirnir í liði Liverpool eru og hafa verið í mjög sterku sambandi. Um er að ræða þá Roberto, Alisson Becker og Fabinho Tavarez. Svo hefur Arthur Melo landi þeirra verið í liðshópnum á þessu keppnistímabili. Alisson og Fabinho tjáðu sig um brottför Roberto á dögunum. Báðir vildu óska þess að Roberto yrði áfram hjá félaginu.

Alission Becker: ,,Bobby er mjög góður vinur okkar. Hann hefur haft gríðarlega mikil áhrif á liðið. Mikið vildi ég að hann gæti verið áfram hérna."

Fabinho Tavarez: ,,Hann er virkilega indæll náungi og öllum hjá félaginu líkar vel við hann. Hann var mér og Ali mikils virði þegar við komum til félagsins. Hann hefur verið einn mikilvægasti maðurinn innan raða félagsins."
Þessi orð nánustu vina Roberto Firmino segja sína sögu. Það verður sannarlega skarð fyrir skildi þegar Roberto hverfur á braut frá Liverpool!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Baráttusigur! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Erfitt verkefni! -
| Sf. Gutt
Slæmt tap varð að sætum sigri á 81 sekúndu! -
| Sf. Gutt
Farseðill upp á lengri Evrópuvegferð tryggður! -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Manchester United og félagakerfi -
| Sf. Gutt
Aldarfjórðungur frá frumraun Steven Gerrard -
| Sf. Gutt
Tveir í viðbót á meiðslalistann -
| Sf. Gutt
Gemma Bonner setur leikjamet! -
| Sf. Gutt
Spiluðum alls ekki frábærlega
Fréttageymslan