| Sf. Gutt
Liverpool átti að spila við Fulham um síðustu helgi en leiknum var frestað. Nú er búið að dagsetja leikinn. Annar leikur var líka færður til.
Liverpool og Fulham munu mætast á Anfield Road miðvikudagskvöldið 3. maí. Þegar komið verður fram í maí verður kominn sumartími á Englandi. Flautað verður til leiks klukkan átta að enskum tíma sem er sjö að íslenskum.
Leikur Liverpool og Brentford er á dagskrá laugardaginn 6. maí. Leikurinn átti að vera klukkan þrjú en þess í stað fer hann fram klukkan hálf sex að staðartíma en klukkutíma fyrr að íslenskum tíma. Leikið verður á Anfield.
Nú er að vona að Liverpool nái sex stigum úr þessum leikjum. Úr fyrri leikjum liðanna í höfuðstaðnum fékk Liverpool aðeins eitt stig eftir jafntefli 2:2 við Fulham. Liverpool tapaði 3:1 fyrir Brentford.
TIL BAKA
Leikjatilfærslur

Liverpool átti að spila við Fulham um síðustu helgi en leiknum var frestað. Nú er búið að dagsetja leikinn. Annar leikur var líka færður til.
Liverpool og Fulham munu mætast á Anfield Road miðvikudagskvöldið 3. maí. Þegar komið verður fram í maí verður kominn sumartími á Englandi. Flautað verður til leiks klukkan átta að enskum tíma sem er sjö að íslenskum.
Leikur Liverpool og Brentford er á dagskrá laugardaginn 6. maí. Leikurinn átti að vera klukkan þrjú en þess í stað fer hann fram klukkan hálf sex að staðartíma en klukkutíma fyrr að íslenskum tíma. Leikið verður á Anfield.

Nú er að vona að Liverpool nái sex stigum úr þessum leikjum. Úr fyrri leikjum liðanna í höfuðstaðnum fékk Liverpool aðeins eitt stig eftir jafntefli 2:2 við Fulham. Liverpool tapaði 3:1 fyrir Brentford.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Endurtekið efni! -
| Sf. Gutt
Kostas Tsimikas gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Áfram í undanúrslit! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Thiago ennþá meiddur -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Evrópuvegferð Liverpool byrjaði vel! -
| Sf. Gutt
Gerum allt sem við getum til að vinna! -
| Sf. Gutt
Ben Doak kominn með nýjan samning
Fréttageymslan