| Sf. Gutt

Spáð í spilin


Eftir skellinn sem Liverpool fékk á móti Real Madrid á Anfield Road á dögunum reikna fáir ef nokkrir með öðru en að Liverpool sé úr leik. En er einhver von?

Frá því Liverpool tapaði 2:5 á móti Real Madrid gekk liðinu mjög vel þar til liðið tapaði 1:0 fyrir botnliði Bournemouth á laugardaginn. Það mætti því ætla að Liverpool eigi ekki nokkra möguleika í Madríd. Þó sýndi liðið í þessum góðu leikjum að vörnin hefur lagast. Liverpool hafði haldið markinu hreinu í fimm deildarleikjum áður en kom að leiknum um helgina. Sóknarleikurinn hefur líka verið býsna góður og þá sérstaklega á móti Manchester United þegar Liverpool vann sögulegan stórsigur. Reyndar var sóknarleikurinn líka stórgóður í fyrri hálfleik í fyrri leiknum á móti Real. 


Það er alls ekki útilokað að Liverpol geti unnið á Madríd. En varla með nógu miklum mun til að komast áfram. Reyndar þarf Liverpool ,,bara" þrjú mörk til að jafna viðureignina því útivallarmörkin gilda ekki lengur. 


Real nær varla að verja Spánarmeistaratitil sinn á þessari leiktíð. Barcelona hefur hann í hendi sér eins og staðan í deildinni er núna. Real hefur spilað misjafnlega í síðustu leikjum og Liverpool á að geta strítt þeim. Liverpool hefur unnið á Santiago Bernabéu þannig að liðið á að geta gert það aftur. 

Ég spái því að Liverpool vinni 1:2. Það dugar ekki til áframhalds en liðið endurheimtir eitthvað af því sem tapaðist í síðari hálfleiknum skelfilega í síðasta mánuði!

YNWA!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan