| Sf. Gutt
Liverpool vann í dag sögulegan stórsigur á Manchester United. Rauði Herinn gersigraði Rauðu djöflana 7:0 á Anfield Road. Þetta er stærsti sigur Liverpool á Manchester United frá upphafi vega!
Þrjár breytingar voru gerðar á byrjunarliði Liverpool frá sigrinum á Wolves á miðvikudagskvöldið. Jordan Henderson, ANdrew Robertson og Cody Gakpo komu inn í liðið. Andrúmsloftið var að venju rafmagnað fyrir leik þessara risaliða!
Liverpool byrjaði betur en gestirnir ógnuðu fyrst. Eftir um tíu mínútur eða svo átti Antony Matheus skot utan vítateigs hægra megin en Alisson Becker varði af öryggi. Um miðjan hálfleikinn náði Manchester United tveimur færum. Á 26. mínútu henti Bruno Fernandes sér fram og skallaði fyrirgjöf framhjá. Rétt á eftir sendi Luke Shaw fram á Marcus Rashford. Hann komst í gott skotfæri við vítateiginn en skot hans var sem betur fer laust og beint á Alisson sem varði auðveldlega.
Liverpool endaði hálfleikinn vel og komst yfir á 43. mínútu. Alisson sparkaði fram á Andrew Robertson. Hann tók vel við boltanum, lék fram og dokaði svo aðeins áður en hann stakk boltanum fram á Cody Gakpo. Hollendingurinn tók á rás inn í vítateiginn, lék á varnarmann áður en hann skaut boltanum neðst út í hægra hornið. Frábær sókn og stuðningsmenn Liverpool fögnuðu ógurlega. Markið kom á góðum tíma og tryggði Liverpool frumkvæði í hálfleik!
Liverpool byrjaði seinni hálfleikinn jafn vel og liðið endaði þann fyrri. Boltinn lá í marki United fyrir framan Kop stúkuna eftir tvær mínútur. Liverpool vann boltann á eigin vallarhelmingi. Boltinn gekk manna á milli inn í vítateig United. Mohamed Salah reyndi að gefa fyrir en varnarmaður komst fyrir boltann. Harvey Elliott var nærri, náði boltanum og sendi fyrir beint á Darwin Núnez sem skallaði í mark af stuttu færi. Stuðningsmenn Liverpool voru enn að fagna þegar næsta mark kom þremur mínútum seinna. Aftur spilaði Liverpol fram völlinn. Cody sendi út til hægri á Mohamed sem lék varnarmann upp úr skónum áður en hann gaf inn í vítateiginn á Cody sem þangað var mættur. Hann sneyddi boltann í markið í fyrsta fram hjá David de Gea sem kom engum vörnum við. Ótrúlegt mark því Cody var í þröngu færi nærri endalínunni þegar hann skaut! Þrjú mörk á átta mínútum. Ótrúlegur leikkafli!
Fjórum mínútum seinna missti Alisson boltann frá sér við mark sitt og litlu mátti muna að illa færi. Allt fór vel því það náðist að koma boltanum frá. Allt var nú tíðindalítið fram á 66. mínútu. Enn ein leiftursókn Liverpool endaði með því að boltinn hrökk af leikmanni united til Mohamed við vítateiginn. Hann tók boltann á lofti og þrykkti honum í þverslána inn og það með hægri fæti. Stórkostlegt mark og allt orðið vitlaust af fögnuði á Anfield!
Níu mínútum seinna fékk Liverpool aukaspyrnu hægra megin. Boltinn barst yfir vítateiginn á Jordan sem gaf fyrir markið. Þar stökk Darwin manna hæst, skallaði boltann aftur fyrir sig og í markið. Enn var fagnað og Liverpool hafði nú jafnað stórsigurinn á Old Trafford á síðasta keppnistímabili. En það var drjúgt eftir ennþá!
Þegar 11 mínútur voru eftir gerði Liverpool fjórfalda skiptingu. Einn af þeim sem komu til leiks var Roberto Firmino. Má segja að fögnuðurinn þegar hann kom inn á völlinn hafi verið álíka og mark væri skorað því á föstudaginn spurðist út að hann myndi yfirgefa Liverpool í lok leiktíðar.
Á 83. mínútu kom sjötta markið. Harvey fékk boltann hægra megin og gaf inn í vítateiginn á Roberto. Hann náði ekki valdi á boltanum. Varnarmaður ætlaði að hreinsa en sparkaði boltanum í Roberto og af honum hrökk boltinn til Mohamed sem þakkaði gott boð og skoraði auðveldlega frá markteig. Stuðningsmenn Liverpool trúðu vart því sem þeir voru að upplifa!
Tveimur mínútum fyrir leikslok innsiglaði Roberto þennan sögulega stórsigur. Mohamed gaf fram á Roberto sem fékk boltann við markteiginn hægra megin. Hann var með bakið í markið en náði að snúa sér við á punktinum og skjóta boltanum framhjá David og í markið. Hafi hinum sex mörkunum verið fagnað innilega þá upphófst nú tryllingslegur fögnuður. Mörgu var fagnað í einu. Stórsigri, sögulegum sigri, niðurlægingu gamals keppinautar en ekki síst því að Roberto Firmino skyldi hafa skorað! Leikmenn Liverpool voru hylltir í leikslok og sannarlega var ástæða til!!!!!!!
Allt gekk upp hjá Liverpool en ekkert hjá mótherjunum. Þannig verða stórsigrar gjarnan til. Þessi sigur var bæði stór og sögulegur. Liverpool hefur aldrei unnið stærri sigur á Manchester United frá upphafi vega. Stuðningsmenn Liverpool víða um veröld urðu vitni að sögulegri stund sem verður ódauðleg þegar fram líða stundir!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk, Robertson, Elliott (Jones 85. mín.), Fabinho (Milner 79. mín.), Henderson (Bajcetic 78. mín.), Salah, Gakpo (Firmino 79. mín.) og Núnez (Jota 79. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Tsimikas, Carvalho og Matip.
Mörk Liverpool: Cody Gakpo (43. og 50. mín.), Darwin Núnez (47. og 75. mín.), Mohamed Salah (66. og 83. mín.) og Roberto Firmino (88. mín.).
Gul spjöld: Fabinho Tavarez og Mohamed Salah.
Manchester United: de Gea, Dalot, Varane, L Martínez (Malacia 76. mín.), Shaw, Casemiro (Sabitzer 76. mín.), Fred (McTominay 58. mín.), Antony, Weghorst (Garnacho 58. mín.), Fernandes og Rashford (Elanga 85. mín.). Ónotaðir varamenn: Heaton, Maguire, Sancho og Wan-Bissaka.
Gul spjöld: Antony Matheus, Lisandro Martínez og Scott McTominay.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.001.
Maður leiksins: Mohamed Salah. Egypski Kóngurinn átti stórkostlegan leik. Reyndar mátti segja það um fleiri leikmenn Liverpool. Mohamed skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö. Varnarmenn Manhcester United réðu ekkert við hann á köflum. Mohamed Salah er ekki búinn að vera hafi einhver haldið það!
Jürgen Klopp: ,,Algjörlega frábær frammistaða frá byrjun leiks. Mér fannst við byrja leikinn stórvel. Við höfum ekki, lengi, lengi, lengi, lengi, lengi, lengi, byrjað leik betur. Við mættum almennilega stemmdir til leiks, vorum grimmir og spiluðum knattspyrnu eins og á að gera."
- Þetta var stærsti sigur Liverpool á Manchester United frá upphafi vega!
- Gamla metið var frá leiktíðinni 1895/96. Liverpool vann þá 7:1. Liðin mættust þá í annarri deild.
- Þetta er metjöfnun á stærsta tapi Manchester United. Liðið hafði þrisvar áður tapað 7:0.
- Cody Gakpo er kominn með fjögur mörk á leiktíðinni.
- Darwin Núnez hefur nú skorað 14 mörk á keppnistímabilinu.
- Mohamed Salah er kominn með 22 mörk á þessari leiktíð.
- Mohamed hefur nú skorað 129 deildarmörk. Enginn leikmaður Liverpool hefur skorað fleiri deildarmörk frá Úrvalsdeildin á Englandi var stofnuð 1992. Alls eru mörk hans í öllum keppnum orðin 178.
- Egyptinn varð fyrsti leikmaður í sögu Liverpool til að skora í fimm deildarleikjum í röð á móti Manchester United.
- Roberto Firmino skoraði tíunda mark sitt á sparktíðinni.
TIL BAKA
Í sjöunda himni!
Liverpool vann í dag sögulegan stórsigur á Manchester United. Rauði Herinn gersigraði Rauðu djöflana 7:0 á Anfield Road. Þetta er stærsti sigur Liverpool á Manchester United frá upphafi vega!
Þrjár breytingar voru gerðar á byrjunarliði Liverpool frá sigrinum á Wolves á miðvikudagskvöldið. Jordan Henderson, ANdrew Robertson og Cody Gakpo komu inn í liðið. Andrúmsloftið var að venju rafmagnað fyrir leik þessara risaliða!
Liverpool byrjaði betur en gestirnir ógnuðu fyrst. Eftir um tíu mínútur eða svo átti Antony Matheus skot utan vítateigs hægra megin en Alisson Becker varði af öryggi. Um miðjan hálfleikinn náði Manchester United tveimur færum. Á 26. mínútu henti Bruno Fernandes sér fram og skallaði fyrirgjöf framhjá. Rétt á eftir sendi Luke Shaw fram á Marcus Rashford. Hann komst í gott skotfæri við vítateiginn en skot hans var sem betur fer laust og beint á Alisson sem varði auðveldlega.
Liverpool endaði hálfleikinn vel og komst yfir á 43. mínútu. Alisson sparkaði fram á Andrew Robertson. Hann tók vel við boltanum, lék fram og dokaði svo aðeins áður en hann stakk boltanum fram á Cody Gakpo. Hollendingurinn tók á rás inn í vítateiginn, lék á varnarmann áður en hann skaut boltanum neðst út í hægra hornið. Frábær sókn og stuðningsmenn Liverpool fögnuðu ógurlega. Markið kom á góðum tíma og tryggði Liverpool frumkvæði í hálfleik!
Liverpool byrjaði seinni hálfleikinn jafn vel og liðið endaði þann fyrri. Boltinn lá í marki United fyrir framan Kop stúkuna eftir tvær mínútur. Liverpool vann boltann á eigin vallarhelmingi. Boltinn gekk manna á milli inn í vítateig United. Mohamed Salah reyndi að gefa fyrir en varnarmaður komst fyrir boltann. Harvey Elliott var nærri, náði boltanum og sendi fyrir beint á Darwin Núnez sem skallaði í mark af stuttu færi. Stuðningsmenn Liverpool voru enn að fagna þegar næsta mark kom þremur mínútum seinna. Aftur spilaði Liverpol fram völlinn. Cody sendi út til hægri á Mohamed sem lék varnarmann upp úr skónum áður en hann gaf inn í vítateiginn á Cody sem þangað var mættur. Hann sneyddi boltann í markið í fyrsta fram hjá David de Gea sem kom engum vörnum við. Ótrúlegt mark því Cody var í þröngu færi nærri endalínunni þegar hann skaut! Þrjú mörk á átta mínútum. Ótrúlegur leikkafli!
Fjórum mínútum seinna missti Alisson boltann frá sér við mark sitt og litlu mátti muna að illa færi. Allt fór vel því það náðist að koma boltanum frá. Allt var nú tíðindalítið fram á 66. mínútu. Enn ein leiftursókn Liverpool endaði með því að boltinn hrökk af leikmanni united til Mohamed við vítateiginn. Hann tók boltann á lofti og þrykkti honum í þverslána inn og það með hægri fæti. Stórkostlegt mark og allt orðið vitlaust af fögnuði á Anfield!
Níu mínútum seinna fékk Liverpool aukaspyrnu hægra megin. Boltinn barst yfir vítateiginn á Jordan sem gaf fyrir markið. Þar stökk Darwin manna hæst, skallaði boltann aftur fyrir sig og í markið. Enn var fagnað og Liverpool hafði nú jafnað stórsigurinn á Old Trafford á síðasta keppnistímabili. En það var drjúgt eftir ennþá!
Þegar 11 mínútur voru eftir gerði Liverpool fjórfalda skiptingu. Einn af þeim sem komu til leiks var Roberto Firmino. Má segja að fögnuðurinn þegar hann kom inn á völlinn hafi verið álíka og mark væri skorað því á föstudaginn spurðist út að hann myndi yfirgefa Liverpool í lok leiktíðar.
Á 83. mínútu kom sjötta markið. Harvey fékk boltann hægra megin og gaf inn í vítateiginn á Roberto. Hann náði ekki valdi á boltanum. Varnarmaður ætlaði að hreinsa en sparkaði boltanum í Roberto og af honum hrökk boltinn til Mohamed sem þakkaði gott boð og skoraði auðveldlega frá markteig. Stuðningsmenn Liverpool trúðu vart því sem þeir voru að upplifa!
Tveimur mínútum fyrir leikslok innsiglaði Roberto þennan sögulega stórsigur. Mohamed gaf fram á Roberto sem fékk boltann við markteiginn hægra megin. Hann var með bakið í markið en náði að snúa sér við á punktinum og skjóta boltanum framhjá David og í markið. Hafi hinum sex mörkunum verið fagnað innilega þá upphófst nú tryllingslegur fögnuður. Mörgu var fagnað í einu. Stórsigri, sögulegum sigri, niðurlægingu gamals keppinautar en ekki síst því að Roberto Firmino skyldi hafa skorað! Leikmenn Liverpool voru hylltir í leikslok og sannarlega var ástæða til!!!!!!!
Allt gekk upp hjá Liverpool en ekkert hjá mótherjunum. Þannig verða stórsigrar gjarnan til. Þessi sigur var bæði stór og sögulegur. Liverpool hefur aldrei unnið stærri sigur á Manchester United frá upphafi vega. Stuðningsmenn Liverpool víða um veröld urðu vitni að sögulegri stund sem verður ódauðleg þegar fram líða stundir!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk, Robertson, Elliott (Jones 85. mín.), Fabinho (Milner 79. mín.), Henderson (Bajcetic 78. mín.), Salah, Gakpo (Firmino 79. mín.) og Núnez (Jota 79. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Tsimikas, Carvalho og Matip.
Mörk Liverpool: Cody Gakpo (43. og 50. mín.), Darwin Núnez (47. og 75. mín.), Mohamed Salah (66. og 83. mín.) og Roberto Firmino (88. mín.).
Gul spjöld: Fabinho Tavarez og Mohamed Salah.
Manchester United: de Gea, Dalot, Varane, L Martínez (Malacia 76. mín.), Shaw, Casemiro (Sabitzer 76. mín.), Fred (McTominay 58. mín.), Antony, Weghorst (Garnacho 58. mín.), Fernandes og Rashford (Elanga 85. mín.). Ónotaðir varamenn: Heaton, Maguire, Sancho og Wan-Bissaka.
Gul spjöld: Antony Matheus, Lisandro Martínez og Scott McTominay.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.001.
Maður leiksins: Mohamed Salah. Egypski Kóngurinn átti stórkostlegan leik. Reyndar mátti segja það um fleiri leikmenn Liverpool. Mohamed skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö. Varnarmenn Manhcester United réðu ekkert við hann á köflum. Mohamed Salah er ekki búinn að vera hafi einhver haldið það!
Jürgen Klopp: ,,Algjörlega frábær frammistaða frá byrjun leiks. Mér fannst við byrja leikinn stórvel. Við höfum ekki, lengi, lengi, lengi, lengi, lengi, lengi, byrjað leik betur. Við mættum almennilega stemmdir til leiks, vorum grimmir og spiluðum knattspyrnu eins og á að gera."
Fróðleikur
- Þetta var stærsti sigur Liverpool á Manchester United frá upphafi vega!
- Gamla metið var frá leiktíðinni 1895/96. Liverpool vann þá 7:1. Liðin mættust þá í annarri deild.
- Þetta er metjöfnun á stærsta tapi Manchester United. Liðið hafði þrisvar áður tapað 7:0.
- Cody Gakpo er kominn með fjögur mörk á leiktíðinni.
- Darwin Núnez hefur nú skorað 14 mörk á keppnistímabilinu.
- Mohamed Salah er kominn með 22 mörk á þessari leiktíð.
- Mohamed hefur nú skorað 129 deildarmörk. Enginn leikmaður Liverpool hefur skorað fleiri deildarmörk frá Úrvalsdeildin á Englandi var stofnuð 1992. Alls eru mörk hans í öllum keppnum orðin 178.
- Egyptinn varð fyrsti leikmaður í sögu Liverpool til að skora í fimm deildarleikjum í röð á móti Manchester United.
- Roberto Firmino skoraði tíunda mark sitt á sparktíðinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Federico meiddur -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Hinsta ferð Ron Yeats -
| Sf. Gutt
Er ekkert að spá í stigatöfluna! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield!
Fréttageymslan