| Sf. Gutt
Liverpool fellur úr hverri bikarkeppninni á fætur annarri um þessar mundir. Fyrst var það kvennaliðið sem féll úr bæði Deildarbikarnum og FA bikarnum á nokkrum dögum. Svo var karlaliðið slegið út úr FA bikarnum um síðustu helgi og nú í kvöld var komið að unglingaliðinu!
Unglingalið Liverpool mætti Ipswich Town á útivelli í kvöld. Heimamenn unnu 2:0 og halda áfram í keppninni. Rio Morgan skoraði bæði mörkin og komu þau í fyrri hálfleik.
Liverpool fékk upplagt færi til að komast inn í leikinn þegar stundarfjórðungur var eftir. Þá var dæmt víti á Ipswich. Terence Miles tók vítið en markmaður Ipswich varði. Þannig fór um sjóferð þá!
Liverpool hafði komist áfram í gegnum tvær umferðir en lengra varð ekki komist að þessu sinni. Það eru auðvitað vonbrigði.
Liverpool: Hewitson, Davidson, Hayes-Green, Miles, Gyimah (Danns 46. mín.), Laffey, Pilling, Scanlon, Onanuga (Gift 57. mín.), Kone-Doherty og Clark. Ónotaðir varamenn: Trueman, Pennington, Pinnington, Morrison og Pitt.
Bobby Clark var sá eini í liðinu sem hefur leikið með aðalliði Liverpool hingað til. Hann hefur leikið tvo leiki með aðalliðinu.
Liverpool hefur unnið keppnina fjórum sinnum. Fyrst 1996 þá 2006, 2007 og 2019. Liðið komst síðast í úrslit 2021 en tapaði þá í úrslitaleik fyrir Aston Villa.
TIL BAKA
Úr leik!

Unglingalið Liverpool mætti Ipswich Town á útivelli í kvöld. Heimamenn unnu 2:0 og halda áfram í keppninni. Rio Morgan skoraði bæði mörkin og komu þau í fyrri hálfleik.
Liverpool fékk upplagt færi til að komast inn í leikinn þegar stundarfjórðungur var eftir. Þá var dæmt víti á Ipswich. Terence Miles tók vítið en markmaður Ipswich varði. Þannig fór um sjóferð þá!
Liverpool hafði komist áfram í gegnum tvær umferðir en lengra varð ekki komist að þessu sinni. Það eru auðvitað vonbrigði.
Liverpool: Hewitson, Davidson, Hayes-Green, Miles, Gyimah (Danns 46. mín.), Laffey, Pilling, Scanlon, Onanuga (Gift 57. mín.), Kone-Doherty og Clark. Ónotaðir varamenn: Trueman, Pennington, Pinnington, Morrison og Pitt.
Bobby Clark var sá eini í liðinu sem hefur leikið með aðalliði Liverpool hingað til. Hann hefur leikið tvo leiki með aðalliðinu.
Liverpool hefur unnið keppnina fjórum sinnum. Fyrst 1996 þá 2006, 2007 og 2019. Liðið komst síðast í úrslit 2021 en tapaði þá í úrslitaleik fyrir Aston Villa.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Vitezslav Jaros lánaður -
| Sf. Gutt
Leikjadagskráin birt -
| Sf. Gutt
Ungliðar á braut -
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent
Fréttageymslan