| Sf. Gutt
Í annað sinn á rétt rúmum hálfum mánuði tapaði Liverpool í Brighton. Nú með þeim afleiðingum að Liverpool er úr FA bikarnum og nær því ekki að verja bikarinn. Liverpool lék mun betur en um daginn en tapaði 2:1 með marki í viðbótartíma.
Liverpool sendi sína bestu menn til leiks. Af þeim sem tiltækir eru og hafa verið að spila hvað best í síðustu leikjum. Stefan Bajcetic hélt því stöðu sinni á miðjunni.
Liverpool fékk fyrsta færið í leiknum eftir nokkrar mínútur. Naby Keita braust þá fram völlinn og lagði upp færi fyrir Mohamed Salah. Hann kom boltanum framhjá markverði Brighton en bjargað var á línu. Á 15. mínútu gerðist það sama hinu megin á velllinum. Evan Ferguson skaut boltanum framhjá Alisson Becker en Trent Alexander-Arnold bjargaði á línu. Tíu mínútum seinna gaf Harvey Elliott fram á Mohamed Salah. Hann tók gott hlaup í vítateignum og kom boltanum aftur framhjá markmanninum en nú fór boltinn rétt framhjá. Þetta var gott færi og Mohamed hefði átt að skora.
En Liverpool komst yfir eftir hálftíma. Naby sendi fram hægri kantinn á Mohamed. Hann gaf inn fyrir vörnina á Harvey Elliott. Ungliðinn náði að koma boltanum framhjá markmanninum og mark staðreynd. Vel að verki staðið!
Liverpool spilaði vel og allt leit vel út. En forysta Liverpool dugði bara í níu mínútur. Tariq Lamptey reyndi þá langskot sem virtist ekki ætla að verða hættulegt en boltinn endaði í markinu eftir að Lewis Dunk náði að breyta stefnu boltans. Staðan jöfn!
Liverpool fékk síðasta færi hálfleiksins þegar Cody Gakpo gaf á Harvey en maður var til varnar og bjargaði. Jafnt í hálfleik. Miðað við gang leiksins hefði Liverpool átt að vera yfir og liðið lék býsna vel.
Liverpool var lengst af sterkara liðið eftir hlé en fátt var um opin færi. Á 59. mínútu komu þrír leikmenn inn á hjá Liverpool. Einn þeirra var James Milner. Nokkrum andartökum eftir að hann kom inn á sendi hann fram á Mohamed en varnarmaður bjargaði á síðustu stundu.
Á 71. mínútu fékk Solly March færi í teignum eftir hraða sókn en Alisson varði meistaralega með úthlaupi. Heimamenn færðu sig upp á skaftið eftir þetta. Þegar rétt tíu mínútur voru eftir bjargaði Ibrahima Konaté vel þegar einn leikmanna Brighton var kominn í gott færi. Rétt á eftir var heimsmeistarinn Alexis Mac Allister að sleppa í gegn en Ibrahima hljóp utan í Argentínumanninn rétt utan við vítateiginn og stöðvaði hann. Dómarinn mat sem svo að þetta hefði verið öxl í öxl en leikmenn Brighton vildu láta reka Frakkann út af. Vel hefði mátt gera það. Fabinho Tavarez kom til leiks þegar fimm mínútur voru eftir. Um mínútu seinna fékk hann gult spjald eftir að hafa sparkað leikmann Brighton niður. Hann slapp vel því það hefði átt að reka hann af velli fyrir þetta brot sem var út í hött!
Allt stefndi í jafntefli þegar kom var fram í viðbótartíma. Þá fékk Brighton aukaspyrnu utan teigs hægra megin. Boltinn var sendur fyrir á fjærstöng. Þar náði leikmaður Brighton að skalla til baka þvert fyrir markið. Boltinn barst til Japanans Kaoru Mitoma sem lék laglega á Joe Gomez með því að lyfta boltanum framhjá honum áður en hann náði að stýra honum í markið. Lygilegt mark og enn eitt kjaftshöggið á síðustu viku!
Liverpool lék alls ekki sem verst í leiknum og átti aldrei að tapa leiknum. En staðreyndin er sú að leikurinn tapaðst og Liverpool nær ekki að verja bikarinn góða! Ömurleg staðreynd!
Brighton and Hove Albion: Steele, Lamptey (van Hecke 90. mín.), Webster (Veltman 45. mín.), Dunk, Estupiñán, Groß, Mac Allister, March, Welbeck (Gilmour 67. mín.), Mitoma. og Ferguson (Undav 89. mín.). Ónotaðir varamenn: Sánchez, Sarmiento, Moran og Hinshelwood.
Mörk Brighton: Lewis Dunk (39. mín.) og Kaoru Mitoma (90. mín.).
Gult spjald: Lewis Dunk.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold (Milner 59. mín.), Konaté, Gomez, Robertson, Thiago (Jones 79. mín.), Bajcetic (Fabinho 85. mín.), Keïta (Henderson 59. mín.), Salah, Gakpo og Elliott (Núnez 59. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Oxlade-Chamberlain, Tsimikas og Matip.
Mark Liverpool: Harvey Elliott (30. mín.).
Gul spjöld: Stefan Bajcetic, Ibrahima Konaté, Fabinho Tavarez og Andrew Robertson.
Áhorfendur á Amex leikvanginum: 31.675.
Maður leiksins: Harvey Elliott. Ungi strákurinn var mjög ógnandi og enn og aftur spilaði hann vel.
Jürgen Klopp: ,,Ég er ekkert í skýjunum með framgöngu okkar og það sem eftir stendur er að við töpuðum fyrir mjög góðu liði. Við töpuðum fyrir þessu sama liði í skelfilegum leik fyrir hálfum mánuði. Við spiluðum miklu betur í dag."
- Liverpool féll úr bikarnum og nær því ekki að verja hann.
- Harvey Elliott skoraði sitt fimmta mark á leiktíðinni.
- Markið hans var númer 850 á valdatíð Jürgen Klopp.
- Þetta var í fyrsta sinn á keppnistímabilinu sem Liverpool tapar eftir að hafa komist yfir í leik.
TIL BAKA
Aftur tap í Brighton
Í annað sinn á rétt rúmum hálfum mánuði tapaði Liverpool í Brighton. Nú með þeim afleiðingum að Liverpool er úr FA bikarnum og nær því ekki að verja bikarinn. Liverpool lék mun betur en um daginn en tapaði 2:1 með marki í viðbótartíma.
Liverpool sendi sína bestu menn til leiks. Af þeim sem tiltækir eru og hafa verið að spila hvað best í síðustu leikjum. Stefan Bajcetic hélt því stöðu sinni á miðjunni.
Liverpool fékk fyrsta færið í leiknum eftir nokkrar mínútur. Naby Keita braust þá fram völlinn og lagði upp færi fyrir Mohamed Salah. Hann kom boltanum framhjá markverði Brighton en bjargað var á línu. Á 15. mínútu gerðist það sama hinu megin á velllinum. Evan Ferguson skaut boltanum framhjá Alisson Becker en Trent Alexander-Arnold bjargaði á línu. Tíu mínútum seinna gaf Harvey Elliott fram á Mohamed Salah. Hann tók gott hlaup í vítateignum og kom boltanum aftur framhjá markmanninum en nú fór boltinn rétt framhjá. Þetta var gott færi og Mohamed hefði átt að skora.
En Liverpool komst yfir eftir hálftíma. Naby sendi fram hægri kantinn á Mohamed. Hann gaf inn fyrir vörnina á Harvey Elliott. Ungliðinn náði að koma boltanum framhjá markmanninum og mark staðreynd. Vel að verki staðið!
Liverpool spilaði vel og allt leit vel út. En forysta Liverpool dugði bara í níu mínútur. Tariq Lamptey reyndi þá langskot sem virtist ekki ætla að verða hættulegt en boltinn endaði í markinu eftir að Lewis Dunk náði að breyta stefnu boltans. Staðan jöfn!
Liverpool fékk síðasta færi hálfleiksins þegar Cody Gakpo gaf á Harvey en maður var til varnar og bjargaði. Jafnt í hálfleik. Miðað við gang leiksins hefði Liverpool átt að vera yfir og liðið lék býsna vel.
Liverpool var lengst af sterkara liðið eftir hlé en fátt var um opin færi. Á 59. mínútu komu þrír leikmenn inn á hjá Liverpool. Einn þeirra var James Milner. Nokkrum andartökum eftir að hann kom inn á sendi hann fram á Mohamed en varnarmaður bjargaði á síðustu stundu.
Á 71. mínútu fékk Solly March færi í teignum eftir hraða sókn en Alisson varði meistaralega með úthlaupi. Heimamenn færðu sig upp á skaftið eftir þetta. Þegar rétt tíu mínútur voru eftir bjargaði Ibrahima Konaté vel þegar einn leikmanna Brighton var kominn í gott færi. Rétt á eftir var heimsmeistarinn Alexis Mac Allister að sleppa í gegn en Ibrahima hljóp utan í Argentínumanninn rétt utan við vítateiginn og stöðvaði hann. Dómarinn mat sem svo að þetta hefði verið öxl í öxl en leikmenn Brighton vildu láta reka Frakkann út af. Vel hefði mátt gera það. Fabinho Tavarez kom til leiks þegar fimm mínútur voru eftir. Um mínútu seinna fékk hann gult spjald eftir að hafa sparkað leikmann Brighton niður. Hann slapp vel því það hefði átt að reka hann af velli fyrir þetta brot sem var út í hött!
Allt stefndi í jafntefli þegar kom var fram í viðbótartíma. Þá fékk Brighton aukaspyrnu utan teigs hægra megin. Boltinn var sendur fyrir á fjærstöng. Þar náði leikmaður Brighton að skalla til baka þvert fyrir markið. Boltinn barst til Japanans Kaoru Mitoma sem lék laglega á Joe Gomez með því að lyfta boltanum framhjá honum áður en hann náði að stýra honum í markið. Lygilegt mark og enn eitt kjaftshöggið á síðustu viku!
Liverpool lék alls ekki sem verst í leiknum og átti aldrei að tapa leiknum. En staðreyndin er sú að leikurinn tapaðst og Liverpool nær ekki að verja bikarinn góða! Ömurleg staðreynd!
Brighton and Hove Albion: Steele, Lamptey (van Hecke 90. mín.), Webster (Veltman 45. mín.), Dunk, Estupiñán, Groß, Mac Allister, March, Welbeck (Gilmour 67. mín.), Mitoma. og Ferguson (Undav 89. mín.). Ónotaðir varamenn: Sánchez, Sarmiento, Moran og Hinshelwood.
Mörk Brighton: Lewis Dunk (39. mín.) og Kaoru Mitoma (90. mín.).
Gult spjald: Lewis Dunk.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold (Milner 59. mín.), Konaté, Gomez, Robertson, Thiago (Jones 79. mín.), Bajcetic (Fabinho 85. mín.), Keïta (Henderson 59. mín.), Salah, Gakpo og Elliott (Núnez 59. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Oxlade-Chamberlain, Tsimikas og Matip.
Mark Liverpool: Harvey Elliott (30. mín.).
Gul spjöld: Stefan Bajcetic, Ibrahima Konaté, Fabinho Tavarez og Andrew Robertson.
Áhorfendur á Amex leikvanginum: 31.675.
Maður leiksins: Harvey Elliott. Ungi strákurinn var mjög ógnandi og enn og aftur spilaði hann vel.
Jürgen Klopp: ,,Ég er ekkert í skýjunum með framgöngu okkar og það sem eftir stendur er að við töpuðum fyrir mjög góðu liði. Við töpuðum fyrir þessu sama liði í skelfilegum leik fyrir hálfum mánuði. Við spiluðum miklu betur í dag."
Fróðleikur
- Liverpool féll úr bikarnum og nær því ekki að verja hann.
- Harvey Elliott skoraði sitt fimmta mark á leiktíðinni.
- Markið hans var númer 850 á valdatíð Jürgen Klopp.
- Þetta var í fyrsta sinn á keppnistímabilinu sem Liverpool tapar eftir að hafa komist yfir í leik.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson gæti verið frá í rúman mánuð! -
| Sf. Gutt
Það var fyrir níu árum! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Áfram á toppnum! -
| Sf. Gutt
Federico meiddur -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Hinsta ferð Ron Yeats -
| Sf. Gutt
Er ekkert að spá í stigatöfluna! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Fréttageymslan