| Sf. Gutt
Allt er nú talið í knattspyrnunni nú til dags. Nú hefur komið í ljós að Liverpool hefur ekki fengið eina einustu vítaspyrnu frá því í fyrravor!
Tekið skal fram um er að ræða deildarleiki. Liverpool hefur sem sagt fengið tvær vítaspyrnur á leiktíðinni. Mohamed Salah skoraði úr víti í Skjaldarleiknum á móti Manchester City. Eins skoraði hann úr vítaspyrnu gegn Rangers í Meistaradeildinni.
Síðasta vítið sem Liverpool fékk í deildinni kom á móti Watford 2. apríl í fyrra. Fabinho Tavarez skoraði þá á í 2:0 sigri á Anfield. Síðan hafa enskir dómar ekki séð ástæðu til að dæma vítaspyrnu á andstæðinga Liverpool í deildarleik. Komnir eru 27 deildarleikir án vítaspyrnu fyrir Liverpool!
Þess má geta að Bournemouth er næst á biðlistanum með 20 deildarleiki. Brighton kemur svo í þriðja sæti með 13 leiki í bið eftir vítaspyrnu.
Á síðasta keppnisímabili fékk Liverpool 11 vítaspyrnur í öllum keppnum. Þar af voru átta í deildinni. Það sem af er þessarar sparktíðar hefur Liverpool til viðmiðunar fengið tvær. Undarlegt eða?
TIL BAKA
Vítaspyrnuþurrkur!

Allt er nú talið í knattspyrnunni nú til dags. Nú hefur komið í ljós að Liverpool hefur ekki fengið eina einustu vítaspyrnu frá því í fyrravor!
Tekið skal fram um er að ræða deildarleiki. Liverpool hefur sem sagt fengið tvær vítaspyrnur á leiktíðinni. Mohamed Salah skoraði úr víti í Skjaldarleiknum á móti Manchester City. Eins skoraði hann úr vítaspyrnu gegn Rangers í Meistaradeildinni.
Síðasta vítið sem Liverpool fékk í deildinni kom á móti Watford 2. apríl í fyrra. Fabinho Tavarez skoraði þá á í 2:0 sigri á Anfield. Síðan hafa enskir dómar ekki séð ástæðu til að dæma vítaspyrnu á andstæðinga Liverpool í deildarleik. Komnir eru 27 deildarleikir án vítaspyrnu fyrir Liverpool!
Þess má geta að Bournemouth er næst á biðlistanum með 20 deildarleiki. Brighton kemur svo í þriðja sæti með 13 leiki í bið eftir vítaspyrnu.

Á síðasta keppnisímabili fékk Liverpool 11 vítaspyrnur í öllum keppnum. Þar af voru átta í deildinni. Það sem af er þessarar sparktíðar hefur Liverpool til viðmiðunar fengið tvær. Undarlegt eða?
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó -
| Sf. Gutt
Engin vandamál! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo meiddur -
| Sf. Gutt
Hvað gerist næst? -
| Sf. Gutt
Sætur sigur á San Siro! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Mohamed skilinn eftir heima í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Allt í uppnámi eftir hörð orð Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Í minningu
Fréttageymslan

