| Sf. Gutt

Fulltrúar Liverpool í Katar


Kynningin á fulltrúum Liverpool í úrslitakeppni Heimsmeistarakeppninnar endar hér og nú. Komið er að sjöunda og síðasta  fulltrúanum og hann er Darwin Núñez.

Nafn: Darwin Núñez.

Fæðingardagur: 24. júní 1999.

Fæðingarstaður: Artigas í Úrúgvæ.

Staða: Sóknarmaður.


Félög á ferli: Peñarol, Almería, Benfica og Liverpool.

Fyrsti landsleikur: 16. október 2019 gegn Perú.

Landsleikjafjöldi: 13.

Landsliðsmörk: 3.

Leikir með Liverpool: 18.


Mörk fyrir Liverpool: 9.

Stoðsendingar: 2.

Hvernig gekk á síðustu leiktíð? Darwin lék auðvitað ekki með Liverpool á síðustu leiktíð. Á hinn bóginn vakti hann mikla athygli með Benfica fyrir  góða framgöngu. 


Hver eru helstu einkenni okkar manns? Darwin er sterkur og eldfljótur. Hann hefur mikinn sprengikraft. Nargir telja hann með efnilegri framherjum í heimi. 


Hver er staða Darwin í landsliðinu? Darwin er að taka sín fyrstu skref með landsliðinu og hann er að fara taka þátt í sínu fyrsta stórmóti.

Hvað um Úrúgvæ?
Úrúgvæ er með ólseigt lið. Það er ekki talið með sigurstranlegustu liðum keppninnar en það er meira en að segja það að vinna sigur á því. 

Alþjóðlegir titlar Úrúgvæ: Heimsmeistarar 1930 og 1950. Suður Ameríkumeistarar 1916, 1917, 1920, 1923, 1924, 1926, 1935, 1942, 1956, 1959, 1967, 1983, 1987, 1995 og 2011. Ólympíumeistarar 1924 og 1928.


Vissir þú? Darwin kom inn fyrir Maxi Rodriguez, fyrrum leikmann Liverpool, þegar hann lék sinn fyrsta leik sem atvinnumaður. 


Besti Úrúgvæi allra tíma? Trúlega myndu margir telja að Luis Suarez sé sá besti en hann er auðvitað enn að spila. Það er þó ekki hægt að líta framhjá því að Luis hefur verið meðal bestu knattspyrnumanna í heimi og Úrúgvæ hefur varla áður átt leikmann sem hefur verið talinn meðal þeirra allra bestu í veröldinni. Það segir sína sögu að Luis er nú þegar orðinn markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins. Hann er enn að og er mættur á HM! 

Helsta heimild: http://www.lfchistory.net

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan