| Sf. Gutt

John Toshack var hætt kominn!


John Toshack, fyrrum leikmaður Liverpool, var mjög hætt kominn fyrr á árinu. Hann veiktist þá illa af COVID-19 og var útlitið um tíma alvarlegt

John var lagður fárveikur inn á sjúkrahús í Barcelona í lok febrúar í fyrra.  Fyrir utan COVID-19 bættist lungnabólga við og John var á gjörgæsludeild fram í mars. Hann var í hálfan mánuð í öndunarvél og var mjög hætt kominn eins og áður segir. Það skyldi enginn halda því fram að COVID-19 sé venjulegt kvef! 

John var lengi að ná sér eftir þessi alvarlegu veikindi. Hann er orðinn góður núna en segir veikindin hafa verið erfiða lífsreynslu. 


John Toshack fæddist 1949 í Cardiff í Wales. Liverpool keypti John frá Cardiff City í nóvember 1970. Hann lék 247 leiki með Liverpool og skoraði 96 mörk. Hann varð þrívegis, 1973, 1976 og 1977, Englandsmeistari með Liverpool, vann FA bikarinn 1974 og Skjöldinn 1976. Hann vann Evrópukeppni félagsliða í tvígang 1973 og 1976. Hann vann svo Stórbikar Evrópu 1977. John spilaði 40 landsleiki með Wales og skoraði 14 mörk. 

John hóf framkvæmdastjóraferil sinn 1978 hjá Swansea City og kom liðinu úr fjórðu deild og upp í þá fyrstu. Hann hefur víða farið á ferli sínum og hefur stjórnað 13 félagsliðum.  John gerði Real Madrid að Spánarmeisturum 1989/90. Hann vann  lék á sínum tíma spænska bikarinn með Real Sociedad 1987. Árið 1998 vann Besiktas tyrkneska bikarinn undir stjórn John. Liðið vann svo Stórbikar Tyrklands árið eftir. Á leiktíðinni 2014/15 gerði hann Wydad Casablanca að meisturum í Marokkó. Sannarlega merkilegur ferill hjá John.


John Toshack var tvívegis landsliðsþjálfari Wales. Fyrst 1994 og svo frá 2004 til 2010. Á seinni valdatíma sínum hjá Wales valdi hann marga unga leikmenn í liðshópinn sem hafa borið landsliðið upp á seinni árum og komist á stórmót. Roy Evans sem þjálfaði John hjá Liverpool var aðstoðarþjálfari hans í seinna skiptið sem hann þjálfaði Wales. John stýrði líka landsliði Makedóníu frá 2011 til 2012.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan