| Sf. Gutt
Kynningunni á fulltrúum Liverpool í Katar er framhaldið. Þriðji í röðinni er fyrirliði hollenska landsliðsins. Hér kynnum við Virgil van Dijk.
Nafn: Virgil van Dijk.
Fæðingardagur: 8. júlí 1991.
Fæðingarstaður: Breda í Hollandi.
Staða: Miðvörður.
Félög á ferli: Groningen, Celtic, Southampton og Liverpool.
Fyrsti landsleikur: 10. október 2015 gegn Kasakstan.
Landsleikjafjöldi: 49.
Landsliðsmörk: 6.
Leikir með Liverpool: 202.
Mörk fyrir Liverpool: 17.
Stoðsetningar: Sex.
Hvernig gekk á síðustu leiktíð? Virgil kom sterkur til leiks eftir alvarleg krossbandameiðsli. Hann tók upp þráðinn í hjarta varnar Liverpool og var mjög góður.
Hver eru helstu einkenni okkar manns? Virgil er stór, sterkur og fljótur. Hann býr yfir mikilli knatttækni og er mjög yfirvegaður í leik sínum.
Hver er staða Virgil í landsliðinu? Hann hefur verið fastamaður í hollenska liðinu síðustu árin. Virgil hefur verið fyrirliði landsliðsins frá því 2018.
Hvað um Holland? Hollenska liðið hefur verið í uppbyggingu síðustu árin. Liðið er vel mannað og ef vel tekst til er alls ekki útilokað að það geti náð langt í þessari keppni.
Alþjóðlegir titlar Hollands: Evrópumeistarar landsliða 1988.
Besti Hollendingur allra tíma? Johann Cruyff. Þessi snillingur hóf ferilinn á unga aldri með Ajax áður en hann lagði heiminn að fótum sér með Barcelona. Endaði svo ferilinn heima í Hollandi. Vann þó aldrei stórtitil með hollenska landsliðinu!
Vissir þú? Þegar Virgil var í unglingaliði Willhelm ll vann hann fyrir sér sem uppvaskari á veitingahúsi.
Helsta heimild: http://www.lfchistory.net
TIL BAKA
Fulltrúar Liverpool í Katar

Kynningunni á fulltrúum Liverpool í Katar er framhaldið. Þriðji í röðinni er fyrirliði hollenska landsliðsins. Hér kynnum við Virgil van Dijk.
Nafn: Virgil van Dijk.
Fæðingardagur: 8. júlí 1991.
Fæðingarstaður: Breda í Hollandi.
Staða: Miðvörður.

Félög á ferli: Groningen, Celtic, Southampton og Liverpool.
Fyrsti landsleikur: 10. október 2015 gegn Kasakstan.
Landsleikjafjöldi: 49.
Landsliðsmörk: 6.
Leikir með Liverpool: 202.

Mörk fyrir Liverpool: 17.
Stoðsetningar: Sex.

Hvernig gekk á síðustu leiktíð? Virgil kom sterkur til leiks eftir alvarleg krossbandameiðsli. Hann tók upp þráðinn í hjarta varnar Liverpool og var mjög góður.

Hver eru helstu einkenni okkar manns? Virgil er stór, sterkur og fljótur. Hann býr yfir mikilli knatttækni og er mjög yfirvegaður í leik sínum.
Hver er staða Virgil í landsliðinu? Hann hefur verið fastamaður í hollenska liðinu síðustu árin. Virgil hefur verið fyrirliði landsliðsins frá því 2018.

Hvað um Holland? Hollenska liðið hefur verið í uppbyggingu síðustu árin. Liðið er vel mannað og ef vel tekst til er alls ekki útilokað að það geti náð langt í þessari keppni.
Alþjóðlegir titlar Hollands: Evrópumeistarar landsliða 1988.
Besti Hollendingur allra tíma? Johann Cruyff. Þessi snillingur hóf ferilinn á unga aldri með Ajax áður en hann lagði heiminn að fótum sér með Barcelona. Endaði svo ferilinn heima í Hollandi. Vann þó aldrei stórtitil með hollenska landsliðinu!

Vissir þú? Þegar Virgil var í unglingaliði Willhelm ll vann hann fyrir sér sem uppvaskari á veitingahúsi.
Helsta heimild: http://www.lfchistory.net
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir!
Fréttageymslan