| Sf. Gutt

Jürgen Klopp heiðursborgari í Liverpool!


Jürgen Klopp, framkvæmdastjóri Liverpool, var í kvöld útnefndur heiðursborgari Livepool borgar. Útnefningin fór fram við hátíðlega athöfn í ráðhúsi Liverpool. Þessi nafnbót er sú æðsta sem Liverpool borg veitir almennum borgurum. Nafnbótinni fylgir fagurlega skreytt skjal. Ulla eiginkona Jürgen var með manni sínum við athöfnina.

,,Við elskum að búa hérna. Við eigum ekki eftir að búa hér alla tíð því á einhverjum tímapunkti, hvenær sem það verður, flytjum við aftur til Þýskalands. En það er ekki vafi á því að við verðum alltaf með sterk tengsl hingað. Þetta skjal styrkir tengslin ennfrekar. Við eigum eftir að gæta þess vel og fara með það hvar svo sem við verðum því það er svo fallegt. Það er sannarlega stór stund að fá svona viðurkenningu frá borg sem okkur þykir svo undur vænt um."

Jürgen er annar framkvæmdastjóri Liverpool til að verða útnefndur heiðursborgari Liverpool borgar. Hinn er Bob Paisley. Aðrir sem tengjast Liverpool Football Club beint og hafa verið útnefndir heiðursborgarar eru þeir 97 stuðningsmenn Liverpool sem fórust á Hillsborough. 

Aðrir sem hafa hlotið þessa útnefningu og fólk ætti að kannast við eru meðlimir The Beatles og Gerry Marsden. Gerry var í hljómsveitinni Gerry & the Pacemakers sem gerði lagið You'll Never Walk Alone frægt. 

Hér má sjá myndir frá athöfninni af Liverpoolfc.com.

Hér má horfa
 á myndband sem gert var í tilefni af útnefningunni. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan