| Sf. Gutt
Liverpool endaði riðlakeppni Meistaradeildarinnar með því að vinna ósigrað lið Napoli. Liðin voru búin að tyggja sér farseðil upp úr riðlinum fyrir leikinn. Liverpool vann leik liðanna 2:0 á Anfield Road og endaði því riðlakeppnina vel!
Leikmenn, framkvæmdastjóri, þjálfaralið svo og allir sem koma að Liverpool höfðu legið undir vægðarlausri gagnrýni eftir tap fyrir Leeds United á Anfield á laugardagskvöldið. Full ástæða var til þeirrar gagnrýni. Það var því svolítið sérkennilegt andrúmsloft fyrir leikinn en þjóðsönguinn var sunginn af þunga fyrir leikinn og ekki þurfti að efast um að stuðningsmenn Liverpool voru tilbúnir í slaginn. Helstu fréttir af leikmannahópnum fyrir leik voru þær að Jordan Henderson var meiddur og var því ekki í liðshópnum. Nokkrar breytingar voru gerðar á liðinu frá leiknum við Leeds og þurfti það ekki að koma á óvart.
Leikmenn Napoli voru fullir sjálfstrausts í byrjun leiks enda ekki tapað leik á keppnistímabilinu og efstir í ítölsku deildinni. Liverpool átti fyrstu marktilraunina þegar Curtis Jones, sem kom inn í liðið, skaut yfir eftir nokkrar mínútur. Sem fyrr segir spilaði Napoli vel en leikmenn Liverpool voru miklu einbeittari en þeir höfðu verið á móti Leeds.
Eftir hálftíma leik lagði Mohamed Salah upp skotfæri fyrir Thiago Alcântara en Alex Meret varði í horn. Í kjölfarið átti Curtis skalla, eftir hælfyrirgjöf Roberto Firmino frá endamörkum, en boltinn fór yfir markið. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum og var það sanngjörn staða.
Eftir þrjár mínútur í síðari hálfleik varð James Milner, sem hafði verið mjög góður, að fara af velli og kom Harvey Elliott í hans stað. James hafði fengið höfuðhögg fyrir hlé og var greinilega ekki orðinn góður af því. Á 53. mínútu skoraði Leo Östigard með skalla eftir aukaspyrnu. Leikmenn Napoli fögnuðu ógurlega fyrir framan stuðningsmenn sína en svo var markið skoðað og loks dæmt af eftir langa mæðu. Leo var rangstæður og réttilega dæmt. Á 60. mínútu ógnaði hinn spræki Khvicha Kvaratskhelia en Alisson varði frá Georgíumanninum.
Á 73. mínútu leysti Darwin Núñez Curtis Jones af velli. Úrúgvæinn fór strax að ógna með hraða sínum. Liverpool varð fyrir vikið beittara á lokakaflanum. Á 85. mínútu fékk Liverpool horn frá vinstri. Kostas Tsimikas tók hornið. Darwin stökk manna hæst og náði skalla á markið. Alex varði naumlega en hélt ekki boltanum. Mohamed Salah fylgdi á eftir af örstuttu færi og nú náði Alex ekki að halda boltanum utan við marklínuna. Boltinn var kominn inn í markið og stuðningsmenn Liverpool gátu fagnað!
Tveimur mínútum seinna var þremur ungliðum skipt inn á. Einn þeirra var Calvin Ramsay sem þarna lék sinn fyrsta leik frá því hann kom til Liverpool frá Aberdeen í sumar. Þegar langt var liðið á uppbótartímann, sem var býsna langur út af öllu sjónvarpsáhorfinu, dró aftur til tíðinda. Aftur tók Kostas horn frá vinstri. Nú hitti hann á höfuðið á Virgil van Dijk. Hollendingurinn skallaði að marki. Alex varði en hélt ekki boltanum sem rúllaði að marklínunni og stöðvaðist loks á henni. Darwin varð fyrstur til og skoraði af eins stuttu færi og hægt er að skora af. Línuvörðurinn dæmdi strax rangstöðu. En svo var farið að skoða í sjónvarpinu og sem fyrr tók það óratíma. Eftir skoðun kom í ljós að Darwin var ekki rangstæður. Langsíðasta sparki leiksins var því fagnað sem sigurmarki. Góður sigur!
Það var allt annað að sjá Liverpool en á móti Leeds. Leikmenn Liverpool voru með á nótunum frá upphafi til enda og allir börðust fyrir málstaðinn. Liverpool gat unnið riðilinn með því að vinna með fjögurra marka mun. Það tókst ekki en sigurinn ætti að veita liðinu aukið sjálfstraust. Liverpool hefur ekki náð að fylgja góðum sigrum eftir á leiktíðinni en vonandi tekst það núna!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold (Ramsay 87. mín.), Konaté, van Dijk, Tsimikas, Milner (Elliott 48. mín.), Fabinho, Thiago (Bajcetic 87. mín.), Salah, Firmino (Carvalho 87. mín.) og Jones (Núñez 73. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Kelleher, Gomez, Robertson og Phillips.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (85. mín.) og Darwin Núñez (90. mín.).
Gult spjöld: Ibrahima Konaté, Trent Alexander-Arnold og Darwin Núñez.
Napoli: Meret, Di Lorenzo, Östigard, Kim, Olivera, Z. Anguissa, Lobotka (Zielinski 83. mín.), Ndombélé (Raspadori 87. mín.), Politano (Lozano 70. mín.), Osimhen (Simeone 87. mín.) og Kvaratskhelia (Elmas 83. mín.). Ónotaðir varamenn: Jesus, Mário Rui, Idasiak, Zerbin, Sirigu, Zanoli, og Gaetano.
Áhorfendur á Anfield Road: 52.077.
Maður leiksins: Thiago Alcântara. Hann var upp á sitt best á miðjunni og stjórnaði leik Liverpool.
Jürgen Klopp: ,,Þetta voru þau viðbrögð sem ég vildi sjá. Við vorum allir sammála að við þyrftum að sýna viðbrögð. Við gerðum það í mjög erfiðum leik á móti stórgóðum mótherjum."
- Napoli vann riðilinn á markahlutfalli. Liverpool vann síðustu fimm leiki sína í riðlinum og endaði með jafn mörg stig og Napoli.
- Jürgen Klopp stýrði Liverpool í 400. sinn.
- Þetta var 100. leikurinn sem hann stjórnar liði í Meistaradeildinni. Hann hefur stýrt Liverpool og Borussia Dortmund í keppninni.
- Mohamed Salah skoraði 12. mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var 41. Evrópumark Mohamed. Hann er þar með jafn Steven Gerrard að mörkum í Evrópusögu Liverpool.
- Darwin Núñez skoraði í sjöunda sinn á keppnistímabilinu.
- Calvin Ramsay spilaði sinn fyrsta leik fyrir hönd Liverpool.
TIL BAKA
Góður endir!
Liverpool endaði riðlakeppni Meistaradeildarinnar með því að vinna ósigrað lið Napoli. Liðin voru búin að tyggja sér farseðil upp úr riðlinum fyrir leikinn. Liverpool vann leik liðanna 2:0 á Anfield Road og endaði því riðlakeppnina vel!
Leikmenn, framkvæmdastjóri, þjálfaralið svo og allir sem koma að Liverpool höfðu legið undir vægðarlausri gagnrýni eftir tap fyrir Leeds United á Anfield á laugardagskvöldið. Full ástæða var til þeirrar gagnrýni. Það var því svolítið sérkennilegt andrúmsloft fyrir leikinn en þjóðsönguinn var sunginn af þunga fyrir leikinn og ekki þurfti að efast um að stuðningsmenn Liverpool voru tilbúnir í slaginn. Helstu fréttir af leikmannahópnum fyrir leik voru þær að Jordan Henderson var meiddur og var því ekki í liðshópnum. Nokkrar breytingar voru gerðar á liðinu frá leiknum við Leeds og þurfti það ekki að koma á óvart.
Leikmenn Napoli voru fullir sjálfstrausts í byrjun leiks enda ekki tapað leik á keppnistímabilinu og efstir í ítölsku deildinni. Liverpool átti fyrstu marktilraunina þegar Curtis Jones, sem kom inn í liðið, skaut yfir eftir nokkrar mínútur. Sem fyrr segir spilaði Napoli vel en leikmenn Liverpool voru miklu einbeittari en þeir höfðu verið á móti Leeds.
Eftir hálftíma leik lagði Mohamed Salah upp skotfæri fyrir Thiago Alcântara en Alex Meret varði í horn. Í kjölfarið átti Curtis skalla, eftir hælfyrirgjöf Roberto Firmino frá endamörkum, en boltinn fór yfir markið. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum og var það sanngjörn staða.
Eftir þrjár mínútur í síðari hálfleik varð James Milner, sem hafði verið mjög góður, að fara af velli og kom Harvey Elliott í hans stað. James hafði fengið höfuðhögg fyrir hlé og var greinilega ekki orðinn góður af því. Á 53. mínútu skoraði Leo Östigard með skalla eftir aukaspyrnu. Leikmenn Napoli fögnuðu ógurlega fyrir framan stuðningsmenn sína en svo var markið skoðað og loks dæmt af eftir langa mæðu. Leo var rangstæður og réttilega dæmt. Á 60. mínútu ógnaði hinn spræki Khvicha Kvaratskhelia en Alisson varði frá Georgíumanninum.
Á 73. mínútu leysti Darwin Núñez Curtis Jones af velli. Úrúgvæinn fór strax að ógna með hraða sínum. Liverpool varð fyrir vikið beittara á lokakaflanum. Á 85. mínútu fékk Liverpool horn frá vinstri. Kostas Tsimikas tók hornið. Darwin stökk manna hæst og náði skalla á markið. Alex varði naumlega en hélt ekki boltanum. Mohamed Salah fylgdi á eftir af örstuttu færi og nú náði Alex ekki að halda boltanum utan við marklínuna. Boltinn var kominn inn í markið og stuðningsmenn Liverpool gátu fagnað!
Tveimur mínútum seinna var þremur ungliðum skipt inn á. Einn þeirra var Calvin Ramsay sem þarna lék sinn fyrsta leik frá því hann kom til Liverpool frá Aberdeen í sumar. Þegar langt var liðið á uppbótartímann, sem var býsna langur út af öllu sjónvarpsáhorfinu, dró aftur til tíðinda. Aftur tók Kostas horn frá vinstri. Nú hitti hann á höfuðið á Virgil van Dijk. Hollendingurinn skallaði að marki. Alex varði en hélt ekki boltanum sem rúllaði að marklínunni og stöðvaðist loks á henni. Darwin varð fyrstur til og skoraði af eins stuttu færi og hægt er að skora af. Línuvörðurinn dæmdi strax rangstöðu. En svo var farið að skoða í sjónvarpinu og sem fyrr tók það óratíma. Eftir skoðun kom í ljós að Darwin var ekki rangstæður. Langsíðasta sparki leiksins var því fagnað sem sigurmarki. Góður sigur!
Það var allt annað að sjá Liverpool en á móti Leeds. Leikmenn Liverpool voru með á nótunum frá upphafi til enda og allir börðust fyrir málstaðinn. Liverpool gat unnið riðilinn með því að vinna með fjögurra marka mun. Það tókst ekki en sigurinn ætti að veita liðinu aukið sjálfstraust. Liverpool hefur ekki náð að fylgja góðum sigrum eftir á leiktíðinni en vonandi tekst það núna!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold (Ramsay 87. mín.), Konaté, van Dijk, Tsimikas, Milner (Elliott 48. mín.), Fabinho, Thiago (Bajcetic 87. mín.), Salah, Firmino (Carvalho 87. mín.) og Jones (Núñez 73. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Kelleher, Gomez, Robertson og Phillips.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (85. mín.) og Darwin Núñez (90. mín.).
Gult spjöld: Ibrahima Konaté, Trent Alexander-Arnold og Darwin Núñez.
Napoli: Meret, Di Lorenzo, Östigard, Kim, Olivera, Z. Anguissa, Lobotka (Zielinski 83. mín.), Ndombélé (Raspadori 87. mín.), Politano (Lozano 70. mín.), Osimhen (Simeone 87. mín.) og Kvaratskhelia (Elmas 83. mín.). Ónotaðir varamenn: Jesus, Mário Rui, Idasiak, Zerbin, Sirigu, Zanoli, og Gaetano.
Áhorfendur á Anfield Road: 52.077.
Maður leiksins: Thiago Alcântara. Hann var upp á sitt best á miðjunni og stjórnaði leik Liverpool.
Jürgen Klopp: ,,Þetta voru þau viðbrögð sem ég vildi sjá. Við vorum allir sammála að við þyrftum að sýna viðbrögð. Við gerðum það í mjög erfiðum leik á móti stórgóðum mótherjum."
Fróðleikur
- Napoli vann riðilinn á markahlutfalli. Liverpool vann síðustu fimm leiki sína í riðlinum og endaði með jafn mörg stig og Napoli.
- Jürgen Klopp stýrði Liverpool í 400. sinn.
- Þetta var 100. leikurinn sem hann stjórnar liði í Meistaradeildinni. Hann hefur stýrt Liverpool og Borussia Dortmund í keppninni.
- Mohamed Salah skoraði 12. mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var 41. Evrópumark Mohamed. Hann er þar með jafn Steven Gerrard að mörkum í Evrópusögu Liverpool.
- Darwin Núñez skoraði í sjöunda sinn á keppnistímabilinu.
- Calvin Ramsay spilaði sinn fyrsta leik fyrir hönd Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!
Fréttageymslan