| Sf. Gutt

Glen kemur Trent til varnar


Trent Alexander-Arnold hefur verið gagnrýndur nokkuð nú í byrjun leiktíðarinnar. Glen Johnson, fyrrum hægri bakvörður, Liverpool, hefur komið Trent til varnar. 

,,Mér finnst að fólk eigi aðeins að róa sig. Hann er búinn að vera svo frábær síðustu árin að fólk stekkur til bara af því hann er ekki alveg eins góður og fólk hefur vanist. Það vita allir að hann er betri fram á við en sem varnarmaður. Það er ekkert að því. Allir leikmenn eru betri í einhverjum þáttum íþróttarinnar en öðrum."


,,Mér finnst gagnrýnin svolítið of harkaleg. Vissulega hefur hann ekki verið að spila jafn vel og við höfum átt að venjast. En maður missir ekki hæfileika sína á einni nóttu. Hann er ennþá í heimsklassa. Hann er ungur að árum og þegar hann nær sér á strik og fær aftur sjálfstraustið er ég viss um að hann verður jafn frábær og áður."


Glen Johnson þekkir vel gagnrýni eins og þá sem Trent Alexander-Arnold hefur fengið á eigin skinni. Glen, sem líka var sókndjarfur hægri bakvörður eins og Trent, var einmitt gjarnan gagnrýndur fyrir að vera ekki nógu góður í varnarleiknum.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan