| Sf. Gutt

Goðsagnirnar unnu!


Goðsagnir Liverpool unnu góðan sigur á goðsögnum Manchester United á Anfield Road í dag. Þetta var seinni leikur liðanna í tveggja leikja einvígi sem hafði yfirskriftina Goðsagnir norðursins. 

Manchester United byrjaði betur og Dimitar Berbatov skoraði snemma leiks með fallegu viðstöðulausu skoti. United var sterkari aðilinn til að byrja með en Liverpool bætti leik sinn þegar á leið. 


Það var þó ekki fyrr en í byrjun síðari hálfleiks að Liverpool jafnaði þegar Mark Gonzalez skoraði úr vítateignum. Robbie Keane sendi fyrir markið og Mark afgreiddi boltann viðstöðualust í markið. Báðir komu inn sem varamenn í hálfleik. 
Liverpool var hér eftir sterkara liðið og vann sanngjarnan sigur með marki varamannsins Florent Sinama Pongolle þegar sjö mínútur voru eftir. Luis Garcia sendi fyrir frá vinsti. Varnarmaður United reyndi að koma boltanum frá en það tókst ekki. Boltinn barst af varnarmanninum í vítateignum til Florent sem skoraði örugglega með nákvæmu skoti neðst í hornið. Leikmenn Liverpool fögnuðu vel og innilega fyrir framan Kop stúkuna. 

Liverpool: Jerzy Dudek, Bjorn Tore Kvarme, Stephane Henchoz, Martin Skrtel, Gregory Vignal, Maxi Rodriguez, Momo Sissoko, Xabi Alonso, Stewart Downing, Anthony Le Tallec og Andriy Voronin. Varamenn: Sander Westerveld, Fabio Aurelio, Djimi Traore, Glen Johnson, Salif Diao, Mark Gonzalez, Albert Riera, Luis Garcia, Robbie Keane og Florent Sinama-Pongolle.

Kenny Dalglish, Ian Rush og John Aldridge stjórnuðu Liverpool liðinu.  

Manchester United: Manchester United Legends: Raimond van der Gouw, Ronny Johnsen, Jaap Stam, Danny Pugh, Antonio Valencia, Michael Carrick, Darren Fletcher, Darron Gibson, Dimitar Berbatov, Fraizer Campbell og Karel Poborsky. Varamenn: Kevin Pilkington, Denis Irwin, Clayton Blackmore, Reece Brown, Roy Keane og Eric Djemba-Djemba.

Maður leiksins: Xabi Alonso. Spánverjinn hefur engu gleymt og var eins og herforingi á miðjunni. 

Sem fyrr segir var um tveggja leikja einvígi að ræða. Liðin mættust á Old Trafford á síðasta keppnistímabili. Liverpool vann þann leik 1:3. 

Rúmlega 30.000 áhorfendur voru á Anfield. Allur ágóði leiksins skiptist milli góðgerðarfélaga Liverpool FC og Manchester United FC. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan