| Sf. Gutt
Brasilíski miðjumaðurinn Arthur Henrique Santos Ramos de Oliveira Melo er kominn að láni til Liverpool. Hann er leikmaður Juventus en verður hjá Liverpool til vors.
Arthur hóf feril sinn með Gremio í heimalandi sínu. Með liðinu vann hann brasilísku bikarkeppnina 2016 og Suður Ameríkukeppni félagsliða, Copa Libertadores, árið eftir.
Hann gekk til liðs við Barcelona 2018. Hann vann Stórbikar Spánar 2018 og varð svo Spánarmeistari 2019.
Arthur var aðeins tvær leiktíðir hjá Barcelona og fór til Juventus 2020. Hann vann Stórbikar Ítalíu sama ár og svo ítölsku bikarkeppnina 2021.
Hann hefur leikið 22 landsleiki fyrir Brasilíu og skorað eitt mark. Arthur var í liðshópi Brasilíu sem vann Suður Ameríkukeppnina 2019 eftir 3:1 sigur á Perú. Alisson Becker og Roberto Firmino voru í sigurliði Brasilíu. Arthur var valinn í úrvalslið keppninnar.
Arthur er 26 ára. Hann þykir vera fjölhæfur miðjumaður. Fjölhæfni hans ætti að nýtast Liverpool vel þar sem Thiago Alcântara og Naby Keita hafa verið nokkuð frá vegna meiðsla eftir að þeir komu til félagsins.
Arthur Melo er auðvitað ánægður að vera kominn til Liverpool. ,,Ég er virkilega ánægður með að fá tækifæri til að klæðast þessari mögnuðu treyju með félagsmerkinu fræga sem hefur svo mikla þýðingu í knattspyrnuheiminum. Þetta er algjör draumur. Við ræddum lengi saman og vorum sammála um hugmyndir og framtíðarsýn. Ég er viss um að það var rétt ákvörðun að koma hingað."
TIL BAKA
Arthur Melo kominn að láni

Brasilíski miðjumaðurinn Arthur Henrique Santos Ramos de Oliveira Melo er kominn að láni til Liverpool. Hann er leikmaður Juventus en verður hjá Liverpool til vors.
Arthur hóf feril sinn með Gremio í heimalandi sínu. Með liðinu vann hann brasilísku bikarkeppnina 2016 og Suður Ameríkukeppni félagsliða, Copa Libertadores, árið eftir.
Hann gekk til liðs við Barcelona 2018. Hann vann Stórbikar Spánar 2018 og varð svo Spánarmeistari 2019.
Arthur var aðeins tvær leiktíðir hjá Barcelona og fór til Juventus 2020. Hann vann Stórbikar Ítalíu sama ár og svo ítölsku bikarkeppnina 2021.
Hann hefur leikið 22 landsleiki fyrir Brasilíu og skorað eitt mark. Arthur var í liðshópi Brasilíu sem vann Suður Ameríkukeppnina 2019 eftir 3:1 sigur á Perú. Alisson Becker og Roberto Firmino voru í sigurliði Brasilíu. Arthur var valinn í úrvalslið keppninnar.
Arthur er 26 ára. Hann þykir vera fjölhæfur miðjumaður. Fjölhæfni hans ætti að nýtast Liverpool vel þar sem Thiago Alcântara og Naby Keita hafa verið nokkuð frá vegna meiðsla eftir að þeir komu til félagsins.
Arthur Melo er auðvitað ánægður að vera kominn til Liverpool. ,,Ég er virkilega ánægður með að fá tækifæri til að klæðast þessari mögnuðu treyju með félagsmerkinu fræga sem hefur svo mikla þýðingu í knattspyrnuheiminum. Þetta er algjör draumur. Við ræddum lengi saman og vorum sammála um hugmyndir og framtíðarsýn. Ég er viss um að það var rétt ákvörðun að koma hingað."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Æfingar hefjast 8. júlí -
| Sf. Gutt
Darwin Núnez fær lengra sumarfrí -
| Sf. Gutt
Liverpool Football Club á afmæli í dag! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Farinn eftir einn leik! -
| Sf. Gutt
Gull og silfur! -
| Sf. Gutt
Kemur heimsmeistari til Liverpool? -
| Sf. Gutt
Hvert fer James Milner? -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Markaregn í sólarblíðunni á suðurströndinni!
Fréttageymslan