| Sf. Gutt

Joe Gomez gerir nýjan samning


Joe Gomez hefur gert nýjan samning við Liverpool. Miðvörðurinn er því alls ekki á förum eins og sumir töldu kannski. Samningurinn er talinn til fimm ára.  


Joe kom til Liverpool frá Charlton Athletic 2015 og það eru bara þeir Jordan Henderson og James Milner sem hafa verið lengur hjá félaginu. Hann hefur leikið 142 leiki með Liverpool. Alvarleg meiðsli hafa sett stórt strik í reikning hans og hann hefði án efa verið búinn að spila meira ef ekki hefði verið fyrir meiðslin.


Joe er hæstánægður með að vara áfram. ,,Mér finnst ég ennþá vera ungur og tel að ég eigi bestu ár mín framundan. Ég á ýmislegt ólært og hef tímann fyrir mér til að gera það. Mér finnst ég vera á rétta staðnum til þess með framkvæmdastjóranum, þjálfaraliðinu og liðsfélögum mínum. Með þetta fólk í kringum mig ætla ég mér að eiga bestu ár mín hérna."


Sumir töldu að Joe myndi fara frá Liverpool í sumar því hann spilaði ekki mikið á síðasta keppnistímabili. En hann fer hvergi sem er hið besta mál.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan