| Grétar Magnússon

Minamino seldur til Mónakó

Japaninn Takumi Minamino hefur verið seldur til franska félagsins Mónakó.

Minamino var keyptur í janúarglugganum árið 2020 frá Red Bull Salzburg en hann hafði heldur betur vakið athygli leikmanna félagsins þegar þeir mættu austurríska liðinu í Meistaradeildinni fyrr á tímabilinu. Hann vann úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili og kom alls við sögu í 14 leikjum.

Hans fyrsta mark fyrir félagið kom svo í Samfélagsskildinum gegn Arsenal í opnunarleik tímabilsins 2020-21 og hans fyrsta úrvalsdeildarmark kom í 0-7 sigri á Crystal Palace í desember 2020. Hann var svo lánaður til Southampton í janúar 2021 og spilaði með þeim til loka tímabilsins.

Tímabilið 2021-22 er hans helst minnst fyrir framlag hans í átt að bikarsigrum í Deildarbikar og FA bikar. Hann skoraði fjögur mörk í fimm Deildarbikarleikjum og þrjú mörk í fjórum FA bikarleikjum.

Alls urðu leikir fyrir Liverpool 55 talsins, mörkin 14 og stoðsendingar þrjár talsins.

Við óskum Minamino góðs gengis í Frakklandi og þökkum honum fyrir hans tíma hjá Liverpool.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan